fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Stefán Einar og Orri mættu of seint og fengu ekki að kjósa sér formann á landsfundinum sögulega

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. mars 2025 13:00

Stefán Einar Stefánsson og Orri Hauksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit bar Guðrún Hafsteinsdóttir sigur úr býtum í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi. Slagurinn við mótframbjóðandann, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, var afar jafn og að endingu skyldu aðeins 19 atkvæði á milli frambjóðendanna. Í raun var sigurinn enn naumari því ef Guðrún hefði misst tvö atkvæði þá hefði hún ekki náð yfir 50% atkvæða sem hefði þýtt að boðað hefði verið til annarrar umferðar í formannskjörinu.

Andrés Magnússon, blaðamaður Morgunblaðsins, gerði það að umtalsefni í pistli í blaðinu í dag að þá hefði verið óvíst um niðurstöðuna því allmargir landsfundargestir höfðu yfirgefið Laugardalshöllina eftir að hafa greitt atkvæði og biðu ekki eftir niðurstöðunni.

Komu að lokuðum dyrum

Andrés studdi Áslaugu Örnu með ráðum og dáð eins og kollegi hans á Morgunblaðinu, Stefán Einar Stefánsson, umsjónarmanns viðtalsþáttarins eldfima Spursmál.

Munurinn milli Guðrúnar og Áslaugar Örnu hefði getað verið enn minni því Stefán Einar varð fyrir því óláni að mæta of seint í Laugardalshöll á sunnudeginum og fékk því ekki að greiða atkvæði eins og aðrir landsfundargestir. Til þess að fá kjörseðil í hendurnar þurftu gestir að vera mættir kl.11.30 en Stefán Einar mætti örstuttu síðar og kom að lokuðum dyrum. Samkvæmt heimildum DV varð blaðamaðurinn skeleggi allt annað en sáttur við þessa formfestu og ósveigjanleika en varð síðan að bíta í það súra epli að fylgjast með formannskjörinu án þess að fá að greiða atkvæði.

Sömu örlög hlaut Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, sem var eindreginn stuðningsmaður Áslaugar Örnu og opnaði meðal annars fundinn þar sem hún tilkynnti um formannsframboð sitt með glæsibrag.

Munurinn hefði því getað orðið sautján atkvæði en ljóst er að eftir þessa naumu kosningu mun hið forkveðna, hvert atkvæði skiptir máli, óma í hugum Sjálfstæðismanna, sem sækjast eftir vegtyllum, um ókomna tíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“