fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Sigurjón: „Guðmundur Ingi gerir sér eflaust grein fyrir að þetta er bara rétt að byrja“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. mars 2025 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vonandi er Guðmundur Ingi nógu hraustur til að standa árásirnar af sér,“ segir Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri og fréttastjóri til margra ára, á vef sínum Miðjunni.

Sigurjón skrifar pistil um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem sagði af sér embætti í síðustu viku, og umræðuna um enskukunnáttu Guðmundar Inga Kristinssonar.

Guðmundur Ingi tjáði sig á brotakenndri ensku á leiðtogafundi í Silfurbergi í Hörpu í gærmorgun þar sem rætt var um áskoranir í skólakerfinu. Á samfélagsmiðlum bar á gagnrýni á ráðherrann vegna enskukunnáttu hans.

DV greindi í morgun frá skrifum Jónasar Más Torfasonar, lögmanns og fyrrverandi blaðamanns, sem sagði þá sem gera sér mat úr ávarpi ráðherrans sýna af sér stéttahroka af verstu sort.

Sjá einnig: Jónas Már tætir í sig þá sem hæðast að Guðmundi Inga eftir ávarpið umtalaða – „Ólýðræðislegur stéttahroki af verstu sort“

Sigurjón byrjar pistil sinn á að skrifa um mál Ásthildar Lóu og segir að sumt bendi til þess að „aðförin að æru“ hennar hafi verið stýrt af „skrímsladeildinni víðfrægu og vondu“ eins og hann orðar það.

„Vitneskjan um son ÁLÞ er ekkert leyndarmál. Það má eflaust finna í Íslendingabók. Hefði verið flett upp í þeirri gagnmerku bók hefði blasað við að sonur ÁLÞ og föðurins var ekki getin í glæp. Við blasir að aðförinni hafi verið stýrt með þessum „árangri“. Hér er enginn uppljóstrari. Bara alls ekki. Konan fullyrti og var ekki efast um réttmæti þess sem hún sagði áður en fréttir eru skrifaðar og sagðar. Búmm. Barnið var getið á löglegan hátt. Báðir foreldrar komnir á viðurkenndan aldur,“ segir Sigurjón og heldur áfram:

„Fingraför Áslaugar Örnu setja sterkan svip á málið. Sómakær kona liggur í valnum. Svift mannorði að mati gerendanna. Hún vék úr ráðherraembætti. Brotin á sál og líkama,“ segir hann og bætir við að vonandi sé eftirmaður Ásthildar Lóu, Guðmundur Ingi Kristinsson, með breitt bak.

„Reynt er að gera lítið úr honum þar sem hann er ekki nógu góður í ensku fyrir stjórnarandstöðuna. Guðmundur Ingi gerir sér eflaust grein fyrir að þetta er bara rétt að byrja. Skrímsladeildin er búin að finna veikan hlekk hjá honum. Áfram verður haldið. Vonandi er Guðmundur Ingi nógu hraustur til að standa árásirnar af sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði