fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Hilmar Þór um stöðuna í Evrópu – „Fortíðin hræðir þegar maður hugleiðir þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. mars 2025 21:30

Hilmar Þór Hilmarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að símtal Donald Trumps og Vladímír Pútíns í vikunni skipti frekar litlu máli fyrir utan að þar var talsamband til frekari viðræðna opnað.

„Niðurstaðan, að ekki verði ráðist orkuinnviði í 30 daga á meðan aðrar árásir halda áfram hefur takmarkað gildi. Auðvitað skipta orkuinnviðirnir miklu máli en þó sérstaklega um hávetur þegar kalt er í landinu. Nú fer hlýnandi í Úkraínu. Veturinn hefur verið erfiður. “

Hilmar segir hins vegar að fangaskipti Rússlands og Úkraínu eftir fundinn hafi verið jákvæð. Hann telur hins vegar að ekki hafi verið upplýst um það sem var mikilvægast í símtalinu:

„Það sem skiptir mestu máli er umræðan sem væntanlega fór fram um kröfur Rússa varðandi friðarsamning. Þetta hlýtur að hafa verið rætt þó niðurstaðan hafi ekki verið gerð opinber. Það er ljóst að Rússar vilja samkomulag til lengri tíma frekar en vopnahlé. Það verður að teljast ólíklegt að kröfur Rússa hafi ekki verið ræddar á tveggja tíma símafundi. Mig grunar að mikið beri á milli og stríðið haldi því áfram.“

Telur ólíklegt að Rússar hafi áhuga á stríði við Evrópu

„Það eru miklar áhyggjur í sumum Evrópuríkjum yfir að Rússar ráðist á önnur Evrópulönd. Mér finnst það fremur ólíklegt að Rússar hafi getu eða áhuga á allsherjarstríði við Evrópuríki. Þó eru áhyggjur t.d. Eystrasaltsríkjanna skiljanlegar. Líka í Póllandi þó að Pólland sé miklu stærra en þessi lönd og betur í stakk búið til að verja sig. Þessi lönd eiga öll erfiða sögu,“ segir Hilmar ennfremur.

Hann segir ljóst að Trump vilji minnka hernaðarskuldbindingar Bandaríkjamanna í Evrópu. Óljóst sé hvað mikið hann vilji draga þar úr. „Honum líkar ekki vel við suma leiðtoga Evrópu en samt er óvíst hvort hann vill í raun fara alveg með alla hernaðarviðveru frá Evrópu.“

Hilmar telur ekki að Bandaríkin dragi sig alfarið úr NATO. „Þessi staða veikir NATO og maður veltir fyrir sér hver staða NATO verður þegar kjörtímabili Trump lýkur eftir tæp fjögur ár. Mér finnst líklegt að Bandaríkin fari ekki alveg úr NATO, en að þau muni minnka sína skuldbindingu gagnvart NATO. Þá munu Bandaríkin líka um leið hafa minni áhrif innan NATO en auka sína viðveru í Asíu.“

Hilmar segist velta fyrir sér virðingu Bandaríkjanna fyrir sjálfstæði annarra ríkja á meðan Trump er við völd, t.d. gagnvart Danmörku og Kanada.

Vissar áhyggjur af hernaðaruppbyggingu í Evrópu

Hilmar segir að aukinn vígbúnaðar helstu ríkja Evrópu veki ákveðnar áhyggjur vegna fortíðarinnar. Sporin hræða.

„Þegar Úkraínustríðinu lýkur er svo spurning hvernig Evrópa bregst við. Munu Evrópuríki líta á Rússland sem raunveruleg ógn? Þá verður meiri hernaðaruppbygging í Evrópu. Þau ríki sem hugsanlega munu telja sig undir minni ógn gætu farið að stunda viðskipti við Rússland þegar Bandaríkin fara að létta af refsiaðgerðum gagnvart landinu.

Ef Bandaríkin minnka sinn stuðning við NATO mikið, að ég tali ekki um að draga sig úr NATO, mun hefjast samkeppni milli Evrópuríkja. ESB er myndað af 27 þjóðríkjum sem  hugsa um eigin hagsmuni. Herir Evrópu heyra undir þjóðríkin. Stærstu löndin í Evrópu, sérstaklega Frakkland, Bretland og Þýskaland fara þá að keppa sín á milli um völd og áhrif í Evrópu. Fortíðin hræðir þegar maður hugleiðir þetta. Viðvera Bandaríkjanna hefur skapað ákveðinn stöðugleika í Evrópu í áratugi, sem nú er óvissa um. Það hefur ekki verið víðtæk samstaða um Evrópuher en það getur hugsanlega breyst nú ef NATO veikist mikið.“

Kröfur Rússa og öryggistrygging Trumps

„Rússar gera kröfu um að Úkraína verði alltaf hlutlaust ríki og aldrei í NATO, að Úkraína láti af hendi fjögur héruð og að Krímskaginn tilheyri Rússlandi. Þetta eru landsvæði þar sem miklar auðlindir eru,“ segir Hilmar, en þetta hlýtur að hafa borið á góma í símtali Pútíns og Trumps í vikunni.

„Nú er haft eftir Trump að besta öryggistryggingin fyrir Úkraínu sé að Bandaríkin taki yfir eignahald á orkuverum landsins. Áður var gerð krafa um hlut í auðlindum Úkraínu.“

Sú spurning vaknar síðan hvaða kröfur ESB muni gera til Úkraínu um endurgreiðslur skulda. „Úkraína verður að stríði loknu varla í nokkru standi í langan tíma til að greiða skuldir sínar til alþjóðastofnana eins og Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Landið mun þurfa mikla aðstoð um langa framtíð sem þarf að koma í formi styrkja til uppbyggingar, ekki lána.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“