fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Fjölskyldan fylgdi honum til Íslands beint inn í helvíti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. mars 2025 14:30

Flugferð frá Íslandi til Póllands í desember leiddi til örstuttra kynna pólskrar konu og íslensks karlmanns en hann hefur æ síðan verið konunni afar hugleikinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem sakaður hefur verið um að beita konu sína og fimm börn þeirra margvíslegu ofbeldi. Maðurinn kom fyrst til landsins árið 2022 og hlaut í kjölfarið alþjóðlega vernd en konan og börnin komu hingað til lands í mars 2024 og fluttu þá inn á sama heimili og maðurinn en konan yfirgaf það fljótlega vegna ofbeldis mannsins og börnin voru í kjölfarið tekin af honum. Kemur fram í úrskurðinum að maðurinn hafi ítrekað brotið gegn nálgunarbanni sem hann var látinn sæta gagnvart fjölskyldu sinni.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið með mál mannsins til rannsóknar frá því í mars 2024 eftir að tilkynnt vart um líflátshótanir hans í garð eiginkonunnar.

Ekki kemur fram í úrskurðinum frá hvaða landi fjölskyldan er en maðurinn kom til landsins 2022 og hlaut alþjóðlega vernd en börnin og konan komu til hans í mars 2024 og fluttu inn á heimilið. Í sama mánuði yfirgaf konan heimilið vegna ofbeldis mannsins. Börnin voru í kjölfarið tekin af manninum og færð til móðurinnar og hafa þau dvalið síðan hjá henni. Konan og börnin hafa notið aðstoðar félagsmálayfirvalda og Kvennaathvarfsins.

Samkvæmt úrskurðinum segir konan að maðurinn hafi beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi í fjölda ára áður en þau komu til Íslands. Konan segir einnig að maðurinn hafi beitt börnin ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu og sum þeirra kynferðislegu.

Nálgunarbann

Maðurinn sætti fljótlega eftir að málið kom upp málgunarbanni gagnvart konunni en í júlí 2024 tók Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvörðun um, eftir að barnavernd lagði fram kæru gegn manninum, að nálgunarbannið skyldi líka gilda gagnvart börnunum.

Er maðurinn grunaður um að hafa brotið nálgunarbann níu sinnum meðal annars með því að hóta konunni. Hann hefur verið einnig sakaður um að hóta annarri konu og áreita hana kynferðislega.

Krafðist Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gæsluvarðhalds yfir manninum á þeim grundvelli að hann sætti nálgunarbanni gagnvart konunni og börnunum og væri jafnframt grunaður um alvarlegt ofbeldi, af líkamlegum, andlegum og kynferðislegum toga, gagnvart þeim öllum. Þá væri hann sömuleiðis grunaður um umsáturseinelti og að hafa ítrekað og endurtekið brotið nálgunarbann. Ætluð brot mannsins vörðuðu allt að 16 ára fangelsi og vægara úrræði en gæsluvarðhald dygði ekki til þar sem ætla mætti, miðað við ítrekuð brot mannsins, að hann myndi halda brotum sínum áfram og ógna öryggi konunnar, barnanna og annarra. Vægari úrræði væru fullreynd.

Vildi maðurinn hins vegar meina að á meðan nálgunarbanninu hefði staðið hefði konan sett sig margoft sett sig í samband við hann að fyrra bragði.

Var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til 11. apríl næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Í gær

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“