fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Gekk berserksgang á Hótel Stracta á Hellu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. mars 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa gengið berserksgang innandyra á Hótel Stracta á Hellu í janúar árið 2023. Var manninum gert að sök að hafa lamið og sparkað í hurð hótelherbergis og þar innandyra velt innanstokksmunum um koll og sprautað gosdrykk á veggi og yfir gólf. Afleiðingar af þessu voru þær að sjónvarp og stólar brotnuðu og tjón varð á veggjum og gólfteppum. Tjónið var metið á 306.996 kr.

Ákærði mætti ekki á fyrirtæki málsins hjá Héraðsdómi Suðurlands í febrúar og hafði ekki tekið afstöðu til sakarefnis. Málið var því tekið til dóms sem svokallaður útivistardómur, eða með öðrum málum þá dæmir dómari í málinu að ákærða fjarstöddum. Dómari taldi sannað að ákærði hefði gerst sekur um berserksganginn og þar með unnið sér til refsingar. Hafði ákærður áður sætt refsingu vegna umferðar- og fíkniefnalagabrota en sakferill hans hafði ekki áhrif við ákvörðun refsingar.

Þar með væri hæfileg refsing 30 daga fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Hann sleppur þó við að greiða hótelinu skaðabætur þar sem einkaréttarkrafa þótti vanreifuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið