fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Gekk berserksgang á Hótel Stracta á Hellu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. mars 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa gengið berserksgang innandyra á Hótel Stracta á Hellu í janúar árið 2023. Var manninum gert að sök að hafa lamið og sparkað í hurð hótelherbergis og þar innandyra velt innanstokksmunum um koll og sprautað gosdrykk á veggi og yfir gólf. Afleiðingar af þessu voru þær að sjónvarp og stólar brotnuðu og tjón varð á veggjum og gólfteppum. Tjónið var metið á 306.996 kr.

Ákærði mætti ekki á fyrirtæki málsins hjá Héraðsdómi Suðurlands í febrúar og hafði ekki tekið afstöðu til sakarefnis. Málið var því tekið til dóms sem svokallaður útivistardómur, eða með öðrum málum þá dæmir dómari í málinu að ákærða fjarstöddum. Dómari taldi sannað að ákærði hefði gerst sekur um berserksganginn og þar með unnið sér til refsingar. Hafði ákærður áður sætt refsingu vegna umferðar- og fíkniefnalagabrota en sakferill hans hafði ekki áhrif við ákvörðun refsingar.

Þar með væri hæfileg refsing 30 daga fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Hann sleppur þó við að greiða hótelinu skaðabætur þar sem einkaréttarkrafa þótti vanreifuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“