fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Ásthildur Lóa segir af sér – Eignaðist barn með unglingspilti þegar hún var 23 ára

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 20. mars 2025 18:19

Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára. Þegar hún var 23 ára og hann 16 ára eignaðist hún með honum son.

RÚV greinir frá þessu.

Ásthildur kynntist piltinum í unglingastarfi trúarsafnaðarins Trú og Líf í Kópavogi sem hún leiddi. Hafði hann leitað þangað vegna erfiðra heimilisaðstæðna.

Í fréttinni kemur fram að barnsfaðirinn, Eiríkur Ásmundsson, segi hana hafa tálmað sig en krafið um meðlagsgreiðslur í átján ár.

Forsætisráðuneytið fékk erindi um málið fyrir viku frá aðstandanda barnsföðursins. Ráðuneytið virðist hafa rofið trúnað því að Ásthildur fékk upplýsingar um inntak erindisins og hver hafi sent það.

UPPFÆRT:

Ásthildur Lóa hefur sagt af sér ráðherraembætti. Hún hyggst sitja áfram á Alþingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segist ekki þurfa að kunna íslensku til að búa á Íslandi

Segist ekki þurfa að kunna íslensku til að búa á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna