fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Stór truflun hjá Landsneti eftir að Norðurál sló út – Rafmagnslaust varð á Vestfjörðum og hluta Austurlands

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. mars 2025 20:45

Ísafjörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að flutningskerfi fyrirtækisins hafi orðið fyrir stórri truflun nú rétt í þessu. Verið sé að ná utan um hana og vinna í að koma öllu í gang aftur.

Rafmagnslaust er út frá tengivirki fyrirtækisins á Teigarhorni á Austfjörðum og á Vestfjörðum og vandræði hafa verið í álveri Norðuráls á Grundartanga, samkvæmt tilkynningunni.

Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets hefur tjáð RÚV að rafmagnslaust sé á öllum Vestfjörðum vegna truflunarinnar og hluta Austfjarða.

Á vef Landsnets segir að Norðurál hafi leyst út allt álag og segir Steinunn RÚV að við það að Norðurál hafi leyst út hafi komið stórt högg á flutningskerfið og rafmagnstruflanir komið upp víða um land. Hún segir að rafmagn ætti að vera komið aftur á alls staðar, eða að það sé alveg að koma.

Uppfært 21:10

Í nýrri tilkynningu á vef Landsnets segir að truflunin sem varð á flutningskerfi fyrirtækisins vegna stóriðju sé yfirstaðin og kerfið sé nú stöðugt.

Uppfært 21:30

Í uppfærðri tilkynningu á Facebook-síðu Landsnets kemur fram að álver Norðuráls sló út fyrr í kvöld og við það hafi komið högg á kerfið.

Yfir 600 Megavött (MW) hafi farið út á augabragði sem teljist gríðarlega stórt högg á flutningskerfið.

Flutningskerfið hafi skipt sér upp í Blöndu á Hólum. Enginn notandi hafi orðið rafmagnslaus á því svæði fyrir utan að spennir RARIK á Teigarhorni á Austurlandi hafi leyst út og leysti Mjólkárlína 1 einnig út og við það hafi Vestfirðir einangrast frá flutningskerfinu. Varaaflsvélar í Bolungarvík hafi farið í gang og rafmagnsleysi á norðarverðum Vestfjörðum orði’ skammvinnt á meðan þær voru að ræsa sig í gang. Sunnanverðir Vestfirðir hafi ekki orðið fyrir rafmagnsleysi en skerðanlegir notendur dottið út.

Íbúar víða um land hafi orðið varir við spennuhöggið í formi blikks á ljósum. Ekkert rafmagnsleysi hafi orðið á höfuðborgarsvæðinu við truflunina en fram kom þó hjá RÚV að rafmagninu hafi slegið út í útvarpshúsinu í Efstaleiti.

Að lokum segir í tilkynningu Landsnets að varnir kerfisins sem settar séu upp fyrir slíka viðburði hafi virkað og skipt kerfinu í tvo hluta, sem geri stýringu og uppbyggingu flutningskerfis auðveldari.

Kerfið sé komið í jafnvægi og engir notendur rafmagnslausir.

Orksakir truflanarinnar séu ekki ljósar enn sem komið er.

Uppfært 21:53

RÚV greinir frá því að álver Norðuráls hafi verið rýmt í kjölfar þess að rafmagninu sló þar út. Eldur mun hafa komið upp við rafmagnsinntak og slökkvilið Akraness var kallað á staðinn sem og Lögreglan á Vesturlandi en vel hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins og engin slys urðu á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“