fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Enn fjölgar í hópi grunaðra í morðrannsókninni á Suðurlandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. mars 2025 19:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti nú rétt í þessu að hún hafi gert kröfu um gæsluvarðhald yfir sjöunda einstaklingnum vegna rannsóknar á manndrápi sem framið var í umdæmi hennar í síðustu viku en sex eru nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar. Hefur einnig verið farið fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir þremur af þessum einstaklingum.

Í tilkynningunni segir að rannsóknin snúi eftir sem áður að meintri fjárkúgun, frelsissviptingu og manndrápi. Sjöundi einstaklingurinn hafi verið handtekinn í gærkvöldi.

Rannsókn málsins miði vel og njóti lögreglustjórinn á Suðurlandi aðstoðar frá embættum ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“