fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Enn ein svikasíðan í skjóli á Kalkofnsveginum – Logið upp á fræga leikkonu

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 13. mars 2025 16:30

Nafn Sadiu Ayman er notað í falsfréttinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Falsfréttasíða netglæpamanna sem þykjast vera fréttastofan BD News 24 í Bangladess fela slóð sína með aðstoð fyrirtækisins Witheld For Privacy. Á síðunni eru brigslað með nafn Sadiu Ayman, frægrar leikkonu þar í landi.

BD News 24, sem flytur fréttir á ensku og bengölsku, greinir frá svikunum. Það er að sett hafi verið upp síða sem látin er líta út eins og fréttasíðan en er haldið út af netglæpamönnum.

Þar eru meðal annars falsfréttir um að leikkonan Sadia Ayman hafi verið kærð af Seðlabanka Bangladess vegna ummæla hennar á netinu.

Var falsfréttinni meðal annars deilt á Facebook undir reikningum sem nú hafa verið teknir niður. Svikasíðan hafði netfangið newsnewsthe.click og þegar klikkað var á hana var notandanum beint inn á síðu sem augljóslega er fjársvikasíða.

Sjá einnig:

Trump stofnar dularfullt bitcoin fyrirtæki – Felur slóð þess á Íslandi eins og margir netglæpamenn hafa gert

Síðan er skráð hjá fyrirtækinu Witheld For Privacy, að Kalkofnsvegi 2 í Reykjavík. Fyrirtæki sem margoft hefur komist í fréttir fyrir að gera netglæpamönnum kleift að fela slóð sína.

Forsvarsmenn BD News 24 hafa sagst ætla að bregðast við þessu. „Það er verið að nota merkið okkar í svikula starfsemi. Við munum bregðast við,“ sagði talsmaður miðilsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“