fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var var þann 10. mars sakfelldur fyrir húsbrot og skemmdarverk. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands.

Ákærði var sakaður um að hafa ruðst í heimildarleysi inn í verkstæðisskemmu á heimili fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður. Skemmdi hann hluti þar inni, ísskáp, hleðslutæki fyrir lyftara, startara fyrir rafgeyma, borðsög, stjórnbox fyrir bílalyftu, réttskeið, hamar og bíl sem stóð inni í skemmunni til uppgerðar, nánar tiltekið höfuðdælu, lagnir frá dælu í hjól, vökvaforðabúr stýrisdælu, bretti og lofthreinsara. Hann velti um hillum í skemmunni en í hillunum voru ílát með skrúfum og smáhlutum sem höfðu verið flokkaðir eftir stærð og gerð.

Hann var ennfremur sakaður um að hafa brotið rúðu í útidyrahurð og svefnberbergi á íbúðarhúsi eiginkonunnar fyrrverandi. Auk þess braut hann afturrúðu í bílnum hennar.

Í málsatvikakafla dómsins greinir frá aðkomu lögreglu og þar segir meðal annars:

„Lögregla fór með [A…] um svæðið þar sem hún sýndi þeim ummerki um skemmdir. Innan útihússins, sem er verkstæðishús, var allt á öðrum endanum, verkfærum, skápum, hillum og borðsög hafði verið umturnað, ísskápur brotinn, hlutir í Range Rover fornbifreið skemmdir og annað tjón. [A…] kvaðst hafa skoðað öryggismyndavélar og séð [X…] koma að svæðinu og ganga þar um.“

Hjónin fyrrverandi höfðu lengi átt í deilum, meðal annars um börnin. Sýndi maðurinn ofsafengna hegðun í þeim deilum.

Konan krafði manninn um rúmlega hálfa milljón króna í skaðabætur vegna skemmdanna. Dómari taldi kröfuna hins vegar vanreifaða og vísaði henni frá.

Maðurinn fékk 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot og skemmdarverk.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum