fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Manndrápsmálið: Þrír taldir vera höfuðpaurar í málinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 11:00

Lögreglustöðin á Selfossi. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls voru átta handtekin í gær, sjö karlar og ein kona, í tengslum við andlát manns sem fannst þungt haldinn í Gufunesi í gærmorgun. Maðurinn lést stuttu síðar á sjúkrahúsi en á honum voru áverkar sem benda til þess að hann hafi þolað miklar barsmíðar, spörk og tröðkun.

Maðurinn var á sjötugsaldri og var frá Þorlákshöfn.

Sjá einnig: Hinn látni var karlmaður á sjötugsaldri – Líkið fannst í Gufunesi

Þremur sem handteknir voru í gær var sleppt í dag. Aðrir þrír eru síðan taldir vera höfuðpaurar í málinu. Reynt var að þvinga manninn til að millifæra þrjár milljónir króna en hann neitaði því. Var honum þá misþyrmt.

Bíll sem lögregla hefur haldlagt er núna til rannsóknar, hann er rannsakaður gaumgæfilega að innan og tekinn í sundur.

Samkvæmt heimildum DV má búast við því að gæsluvarðhaldsúrskurðir verði kveðnir upp í málinu við Héraðsdóm Suðurlands eftir hádegi í dag.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“
Fréttir
Í gær

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“