fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. febrúar 2025 17:30

Mynd/Skjáskot Ja.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Friðrik Ólafsson, eigandi Pizzunnar, er sagður reiða fram hundruð milljóna króna reglulega til að bjarga keðjunni frá gjaldþroti. Fjallað er um þetta í nýjasta tölublaði Heimildarinnar sem kom út í morgun.

Ólafur er eini eigandi fyrirtækisins í dag í gegnum eignarhaldsfélagið OFO ehf.

Í fréttinni kemur fram að keðjan hafi verið rekin með ríflega 800 milljóna króna tapi frá því að Ólafur keypti sig inn í reksturinn. Eftir að yfirtökunni var lokið hefur fyrirtækið aldrei skilað hagnaði, að því er fram kemur í umfjöllun Heimildarinnar.

Í fréttinni kemur fram að Ólafur hafi á árunum 2021 til 2023 sett rúmar 780 milljónir króna inn í félagið í formi nýs hlutafjár en auk þess lánaði hann fyrirtækinu 78 milljónir króna.

Kemur fram í frétt Heimildarinnar að vísbendingar séu um að öll hlutafjáraukningin sé tekin að láni.

Pizzan og Dominos hafa á undanförnum árum verið tvær af mest áberandi pizzakeðjum landsins en Dominos hefur þó borið höfuð og herðar yfir aðra á markaðnum. Í umfjöllun Heimildarinnar er bent á að á sama tíma og tap Pizzunnar nálgist milljarð hafi Dominos skilað hagnaði upp á 3,7 milljarða króna.

Nánar er fjallað um þetta í Heimildinni sem kom út í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“