fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. febrúar 2025 17:30

Mynd/Skjáskot Ja.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Friðrik Ólafsson, eigandi Pizzunnar, er sagður reiða fram hundruð milljóna króna reglulega til að bjarga keðjunni frá gjaldþroti. Fjallað er um þetta í nýjasta tölublaði Heimildarinnar sem kom út í morgun.

Ólafur er eini eigandi fyrirtækisins í dag í gegnum eignarhaldsfélagið OFO ehf.

Í fréttinni kemur fram að keðjan hafi verið rekin með ríflega 800 milljóna króna tapi frá því að Ólafur keypti sig inn í reksturinn. Eftir að yfirtökunni var lokið hefur fyrirtækið aldrei skilað hagnaði, að því er fram kemur í umfjöllun Heimildarinnar.

Í fréttinni kemur fram að Ólafur hafi á árunum 2021 til 2023 sett rúmar 780 milljónir króna inn í félagið í formi nýs hlutafjár en auk þess lánaði hann fyrirtækinu 78 milljónir króna.

Kemur fram í frétt Heimildarinnar að vísbendingar séu um að öll hlutafjáraukningin sé tekin að láni.

Pizzan og Dominos hafa á undanförnum árum verið tvær af mest áberandi pizzakeðjum landsins en Dominos hefur þó borið höfuð og herðar yfir aðra á markaðnum. Í umfjöllun Heimildarinnar er bent á að á sama tíma og tap Pizzunnar nálgist milljarð hafi Dominos skilað hagnaði upp á 3,7 milljarða króna.

Nánar er fjallað um þetta í Heimildinni sem kom út í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“