fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Ríkið greiðir 618 milljónir fyrir alþjónustu og stuðlar að búsetufrelsi í landinu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. febrúar 2025 16:34

Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pósturinn tengir saman fólk, fyrirtæki og samfélög og fer heim til allra landsmanna að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku allt árið um kring.  

Íslandspósti hefur verið falið það hlutverk fyrir hönd ríkisins að sinna alþjónustu á Íslandi til ársins 2030, fyrir sendingar bæði innanlands og til annarra landa. Þannig tengir Pósturinn Ísland við 193 lönd í heiminum og um 200 póstnúmer á Íslandi sem gerir þjónustuna að mikilvægri grunnstoð. Skilyrði fyrir alþjónustu er að öllum landsmönnum skuli standa til boða ákveðin lágmarksþjónusta á viðráðanlegu verði og að uppfylltum ströngum gæðaviðmiðum.  

„Aðgengi að viðeigandi póstþjónustu er afar mikilvægur þjónustuþáttur fyrir íbúa landsins og styður við meginmarkmið byggðaáætlunar um blómlegar byggðir og öfluga byggðakjarna sem stuðla að jöfnu aðgengi að grunnþjónustu sem póstþjónustan er,” segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts í tilkynningu.

„Póstþjónusta er einnig mikilvægt  byggðamál sem verður að nálgast út frá hagsmunum þeirra sem þjónustunnar njóta og styður við búsetufrelsi fólksins í landinu.”

Undir alþjónustu fellur öll bréfaumsýsla upp að 2 kg og pakkaumsýsla upp að 10 kg innanlands og 20 kg erlendis frá. Tryggja ber þjónustu sem allir notendur póstþjónustu á Íslandi eiga rétt á, sem uppfyllir alþjóðlegar gæðakröfur og er á viðráðanlegu verði.  

Heildargreiðsla vegna þjónustu Póstsins nemur nú 618.012.600 kr. sbr. ákvörðun Byggðastofnunar nr. Á-1/2025. Um 84% af endurgjaldinu er á svokölluðum landpóstaleiðum sem eru um 7% af heimilum og fyrirtækjum landsins. Um 16% af endurgjaldinu koma í meginatriðum frá dreifingu bréfa utan stórhöfuðborgarsvæðis og blindrasendingum. Af tekjum Íslandspósts árið 2024 voru 92%  tekna frá kaupendum þjónustu og 8% vegna endurgjalds ríkisins. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð