fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið dæmdur fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum með því að hafa fimmtudaginn 31. ágúst árið 2023, á bílastæði við leikskóla, ráðist með ofbeldi að barnsmóður sinni og slegið hana í andlitið þar sem hún stóð og hélt á syni þeirra. Hlaut konan nokkra áverka af högginu og segir í ákæru að með þessu hafi ákærði sært barn sitt með yfirgangi og ruddalegri og vanvirðandi háttsemi.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot en þann 14. mars árið 2024 var hann staðinn að því að aka bíl í Reykjanesbæ undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Maðurinn játaði brot sín afdráttarlaust fyrir dómi og var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann var einnig dæmdur til að greiða 410.000 kr. sekt í ríkissjóð og sakarkostnað upp á hátt í 1,5 milljónir króna.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness og má lesa hann hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“
Fréttir
Í gær

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Í gær

Elmar fékk þungan dóm

Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Í gær

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð
Fréttir
Í gær

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”