fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið dæmdur fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum með því að hafa fimmtudaginn 31. ágúst árið 2023, á bílastæði við leikskóla, ráðist með ofbeldi að barnsmóður sinni og slegið hana í andlitið þar sem hún stóð og hélt á syni þeirra. Hlaut konan nokkra áverka af högginu og segir í ákæru að með þessu hafi ákærði sært barn sitt með yfirgangi og ruddalegri og vanvirðandi háttsemi.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot en þann 14. mars árið 2024 var hann staðinn að því að aka bíl í Reykjanesbæ undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Maðurinn játaði brot sín afdráttarlaust fyrir dómi og var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann var einnig dæmdur til að greiða 410.000 kr. sekt í ríkissjóð og sakarkostnað upp á hátt í 1,5 milljónir króna.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness og má lesa hann hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi