fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 13:49

Viðreisn rís en Flokkur fólksins dalar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgi Flokks fólksins dalar um 2,5 prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Viðreisnar rís um 2,4 og samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nær óbreytt.

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn með 21,7 prósent, í janúar. Það er 0,3 prósentum meira en í síðustu könnun sem gerð var í desember.

Viðreisn fer úr 13,8 prósentum í 16,2 en Flokkur fólksins lækkar úr 13,1 í 10,6 prósent. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er 48 prósent og hækkar lítillega á milli mánaða. Nær 69 prósent styðja ríkisstjórnina.

Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn með 20,5 prósent en var með 20,1 fyrir mánuði. Er það því bæting um 0,4 prósent.

Fyrir utan Sósíalistaflokkinn hækka aðrir flokkar lítillega. Miðflokkurinn mælist með 12,7 prósent, Framsóknarflokkurinn með 6,7 og Píratar með 3,5 prósent. Sósíalistar lækka úr 6 prósentum í 5,2. Vinstri græn mælast með um 2 prósent.

Könnunin var gerð 2. janúar til 2. febrúar. Heildarúrtak var 10.908 og svarhlutfall 48,6 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka