fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Fréttir

Vill greiðari aðgang fanga að netinu – „Ekki hægt að tefja þetta lengur“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 14. febrúar 2025 16:30

Guðmundur Ingi berst fyrir réttindum fanga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, vill greiðari aðgang fanga að netinu. Segir hann Ísland vera langt á eftir hvað þetta varðar.

„Það þarf þá að tryggja að allir hafi greiðan aðgang að netfanginu sínu,“ segir Guðmundur í færslu á samfélagsmiðlum. Vísar hann til fréttar RÚV um að nánast allur póstur berist nú sem tölvupóstur en ekki bréfpóstur.

„Ef ég man rétt þá eru komin allavega 15 ár síðan sett var í lög í Danmörku að allir verði að fá aðgang að netfanginu sínu og þá er auðvitað átt við þá sem eru á einn eða annan hátt frelsisskertir,“ segir Guðmundur Ingi og gantast með að Íslendingar séu nú reyndar oft enn aftarlega á merinni hvað önnur mál varðar.

„Nú þarf að fara vinna af stað og tryggja öllum sem búa við frelsisskerðingu meiri aðgang að internetinu enda ekki hægt að tefja þetta lengur,“ segir hann.

Mega ekki vera á samfélagsmiðlum eða Netflix

DV fjallaði um netnotkun fanga í íslenskum fangelsum haustið 2023. Þá kom fram að fangar í lokuðum fangelsum hafa aðgang að nettengdri tölvu í sameiginlegu rými. Er það gert til þess að þeir geti fylgst með gangi þjóðmála og sinnt persónulegum erindum gagnvart opinberum stofnunum og sinnt námi eða vinnu.

Sjá einnig:

Mega fangar í lokuðum fangelsum nota samfélagsmiðla? Og hvaða reglur gilda um síma- og netnotkun?

Ekki mega þeir hafa nettengda tölvu í klefum sínum, ekki nýta samfélagsmiðla, ekki skrifa athugasemdir á fréttamiðlum og ekki hlaða niður afþreyingarefni eins og kvikmyndum eða tölvuleikjum. Notkun VPN þjónustu er óheimil sem og að eyða vafrasögu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Í gær

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“
Fréttir
Í gær

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu
Fréttir
Í gær

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“
Fréttir
Í gær

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“