fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Afi frá helvíti ákærður fyrir hrottalegar nauðganir gegn barnabarni sínu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. febrúar 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni. Varðar málið tvö atvik með nokkurra ára millibili. Meint brot mannsins beindust gegn stúlku sem er barnabarn hans.

Ákæruliðir eru tveir og í þeim fyrri er maðurinn sakaður um brot gegn stúlkunni á árinu 2015. Hann hafi þá farið inn í svefnherbergi hennar, stungið fingri í leggöng hennar og getnaðarlimi sínum í endaþarm hennar.

Síðari ákæruliður varðar atvik á aðfaranótt 31. desember árið 2019. Átti atvikið sér stað á heimili stúlkunnar. Afinn er þá sagður hafa þuklað á líkama stúlkunnar, brjóstum hennar og kynfærum innanklæða, lagst ofan á stúlkuna og sett getnaðarlim sinn í leggöng hennar á meðan hann hélt höndum hennar föstum þannig að hún komst ekki undan.

Aldur stúlkunnar á tíma meintra brota er afmáður úr ákæru héraðssaksóknara en ljóst er að hún var undir lögaldri er bæði meint brot voru framin. Maðurinn er sagður hafa nýtt sér yfirburði sína gegn stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem afa hennar.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 3. febrúar síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Í gær

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“