fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Ungur maður á Akranesi handtekinn í nótt, grunaður um nauðgun – Sótti stúlku til Hafnarfjarðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. desember 2025 18:00

Loftmynd af Akranesi frá árinu 2010. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega tvítugur maður var handtekinn á Akranesi laust eftir kl. 2 í nótt, á heimili sínu, grunaður um nauðgun gegn ungri stúlku. Þetta herma heimildir DV.

Samkvæmt sömu heimildum sótti maðurinn stúlku til Hafnarfjarðar í aðdraganda brotsins og ók með hana að heimili sínu á Akranesi þar sem meint brot átti sér stað.

Umræddur maður er á skilorði vegna brots sem varðar vörslu og dreifingu á barnaníðsefni. Annað nauðgunarmál gegn honum hefur einnig verið til rannsóknar undanfarið, það var fellt niður um tíma en nýlega var rannsóknin tekin upp aftur í ljósi nýrra gagna.

Óvíst er um aldur meints brotaþola en þó er staðfest að stúlkan er undir tvítugu.

DV hafði samband við þá Jónas Hallgrím Ottóson, lögreglufulltrúa á Vesturlandi, og Ásmund Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjón við embættið. Þeir staðfestu báðir að kynferðisbrot á Akranesi væri til rannsóknar en sögðust ekki geta gefið meiri upplýsingar.

Ásmundur staðfesti þó að maðurinn hefði verið handtekinn og hann hefði enn verið í fangageymslu í morgun. Hafði hann ekki upplýsingar um hvort maðurinn er enn í haldi lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gísli leggur til breytingar á erfðafjárskattinum – „Með þessari leið mætti slá tvær flugur í einu höggi”

Gísli leggur til breytingar á erfðafjárskattinum – „Með þessari leið mætti slá tvær flugur í einu höggi”
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás
Fréttir
Í gær

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart
Fréttir
Í gær

Lögmaðurinn laus úr haldi og segir ásakanirnar fjarstæðukenndar – „Er bara andlega í molum“

Lögmaðurinn laus úr haldi og segir ásakanirnar fjarstæðukenndar – „Er bara andlega í molum“
Fréttir
Í gær

Hjúkrunarfræðingur fór í hart – Fékk ekki að taka yfirvinnutíma út í fríi og heldur ekki að fá þá greidda

Hjúkrunarfræðingur fór í hart – Fékk ekki að taka yfirvinnutíma út í fríi og heldur ekki að fá þá greidda