fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. desember 2025 11:14

Þórunn Sveinbjarnardóttir Mynd: Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis baðst afsökunar á þingfundi rétt í þessu. Var afsökunarbeiðnin tilkomin vegna þess að það heyrðist til hennar í þinghúsinu síðasta föstudag kalla þingmenn stjórnarandstöðunnar: „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk.“ Hafði hún áður beðist afsökunar í fjölmiðlum em þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að Þórunn bæðist afsökunar í þingsalnum sjálfum.

Í upphafi þingfundar kváðu þingflokksformennirnir sér hljóðs um fundarstjórn forseta.

Ingibjörg Isaksen frá Framsóknarflokknum sagðist hafa vonast eftir afsökunarbeiðni úr stóli forseta og spurði Þórunni hvort hún ætlaði ekki að biðjast afsökunar.

Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins var eilítið hvassari. Hann vísaði í orð Þórunnar frá því síðasta haust um að hún yrði að endurvinna traust margra þingmanna eftir að hún stöðvaði umræður um veiðigjaldafrumvarp fjármálaráðherra:

„Það eru ótrúleg vonbrigði að forseti skuli ekki hafa stigið hér fram í upphafi þingfundar og beðist afsökunar á þeim orðum sem féllu hér síðastliðinn föstudag. Það bíða allir þingmenn hér í salnum eftir því að forseti stigi nú upp og biðjist afsökunar á orðum sínum.“

Sigríður Á. Andersen þingflokksformaður Miðflokksins tók undir þetta:

„Það er í nokkurri forundran að ég kem hér upp í ræðustól, þriðji þingflokksformaður stjórnarandstöðunnar sem kem hér upp eftir að forseta virðulegum hefur gefist tækifæri í tvígang til þess að ávarpa þingmenn vegna afar óviðurkvæmilegra orða sem að féllu hér í þingsal …. Ég minnist þess ekki að forseti Alþingis hafi látið slík ummæli falla eða eitthvað sambærilegt í garð samþingmanna hvort sem þeir eru í stjórnarmeirihlutanum eða stjórnarandstöðu. Þessi hegðun og ekki síst viðbrögðin í kjölfarið eru ekki til þess fallin að auka hér á samstarf og greiða fyrir afgreiðslu mála hér á þingi það hlýtur öllum að vera ljóst.“

Afsökun

Eftir að Sigríður lauk máli sínu tók Þórunn til máls úr stóli þingforseta:

„Forseti þakkar háttvirtum þingflokksformönnum að taka málið hér upp á þingi og er ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þeim orðum sem féllu hér á ganginum á föstudaginn var. Þau féllu í miklum hugaræsingi og ég biðst innilega afsökunar á því og ég bið háttvirta þingmenn alla afsökunar á þeim orðum sem að hér féllu og vonast sannarlega til að ekkert slíkt hendi mig aftur hér í þingsal og ég bið þess að háttvirtir þingmenn taki afsökunarbeiðnina gilda. Hún er einlæg. Það hefur enginn verið jafn miður sín yfir því sem gerðist hér á föstudaginn og sú sem hér stendur og hér með er sú afsökunarbeiðni sem reyndar hefur komið fram annars staðar ítrekuð og ég biðst afsökunar á þeim ummælum sem hér féllu, einlæglega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Mosfellsbæ
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögmaðurinn laus úr haldi og segir ásakanirnar fjarstæðukenndar – „Er bara andlega í molum“

Lögmaðurinn laus úr haldi og segir ásakanirnar fjarstæðukenndar – „Er bara andlega í molum“
Fréttir
Í gær

Hjúkrunarfræðingur fór í hart – Fékk ekki að taka yfirvinnutíma út í fríi og heldur ekki að fá þá greidda

Hjúkrunarfræðingur fór í hart – Fékk ekki að taka yfirvinnutíma út í fríi og heldur ekki að fá þá greidda
Fréttir
Í gær

Þrír milljarðar sem fórnarlamb Jeffrey Epstein fékk eru horfnir – Gruna eiginmanninn um græsku

Þrír milljarðar sem fórnarlamb Jeffrey Epstein fékk eru horfnir – Gruna eiginmanninn um græsku
Fréttir
Í gær

Starfsfólki Borgarholtsskóla blöskri púsluspil sem skólameistari hafi komið fyrir í setustofu

Starfsfólki Borgarholtsskóla blöskri púsluspil sem skólameistari hafi komið fyrir í setustofu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skyldi vanbúna og óreynda kærustuna eftir á fjallstindi til að ná í hjálp – Ákærður fyrir manndráp

Skyldi vanbúna og óreynda kærustuna eftir á fjallstindi til að ná í hjálp – Ákærður fyrir manndráp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna mannslátsins í Kópavogi

Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna mannslátsins í Kópavogi