fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. desember 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, er ósáttur með notkun á höfundaverki hans í myndbandi til stuðnings Miðflokknum.

Myndbandið er í anda bandarísku MAGA-hreyfingarinnar. Þar má finna svipmyndir frá Íslandi á eftirstríðsárunum og kallað er eftir því að við „gerum Ísland frábært aftur“ með því að kjósa Miðflokkinn. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason vakti athygli á myndbandinu í gær.

Sjá einnig: Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Fylgjendur Egils bentu á það í athugasemdum að í téðu myndbandi sé notað lag eftir Mugison, Stingum af, og nú hefur tónlistarmaðurinn opinberað að það var gert í hans óþökk.

„Þarna er verið að nota lag og texta eftir mig án þess að fá til þess leyfi. Ég hef ekki hugmynd um hver réttur minn er – er þetta ekki ólöglegt? STEF er þetta eitthvað sem þið takið að ykkur að rannsaka? Allavega finnst mér Miðflokkurinn vera að misnota lagið mitt – og að mínu mati siðlaust.“

DV hafði uppi á myndbandinu á TikTok en þar er því deilt af notanda sem kallar sig make.iceland.great.again. Notandinn kemur ekki fram undir nafni og ekki hægt að fullyrða hvort að viðkomandi tengist Miðflokknum með beinum hætti eða hvort þarna sé hreinlega bara um stuðningsmann flokksins að ræða. Notandinn hefur deilt þó nokkrum myndböndum og þar er lýst stuðningi við Miðflokkinn, kallað eftir því að Ísland verði frábært aftur og að múslimum verði „sparkað“ úr landi.

@make.iceland.great.again Gerum Ísland Frábært Aftur! #viral #fyrirþig #iceland #ísland #fyrirsiðunaþina ♬ original sound – 🇮🇸

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn ráðast gegn ISIS-liðum – „Hryðjuverkaógeð“

Bandaríkjamenn ráðast gegn ISIS-liðum – „Hryðjuverkaógeð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“