

Eva Björg Ægisdóttir rithöfundur hefur átt miklum vinsældum að fagna frá því að fyrsta bók hennar, Marrið í stiganum, bar sigur úr býtum árið 2018 í Svartfuglinum, glæpasagnaverðlaunum sem Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir stóðu að ásamt bókaútgáfunni Veröld. Áttunda bók hennar, Allar litlu lygarnar, kemur út núna fyrir jólin.
„Haustið 2016 var ég komin með upphaf að sögu þar sem ung stúlka er að labba heim eftir djammið og er tekin upp í rauða Kiu. Það var það sem ég var búin að skrifa. Svo kemur janúar og Birna hverfur. Það var bara svo alltof líkt þannig að ég henti því.
Ég held það hafi einn annar rithöfundur lent í þessu að vera búinn að skrifa bók sem var svo svona lík máli sem gerðist. Kannski Íslendinguinn í manni, maður getur einhvern veginn veginn ekki….þannig að ég breytti snarlega, breytti svolítið málinu.“
Sjá einnig: Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“