fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. desember 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svo virðist sem Guðmundur Ingi Kristinsson hafi ekki í hyggju að snúa aftur í mennta- og barnamálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki í bráð. Því er nú rétti tíminn til að Ásthildur Lóa Þórsdóttir taki aftur við því.“

Þetta segir Einar Steingrímsson, stærðfræðingur og samfélagsrýnir, í aðsendri grein á vef Vísis.

Eins og kunnugt er sagði Ásthildur Lóa af sér í mars síðastliðnum. Það gerðist í kjölfar fréttar RÚV um að hún hefði eignast barn með 16 ára pilti þegar hún var 23 ára. Ásthildur kynntist piltinum í unglingastarfi trúarsafnaðarins Trú og Líf í Kópavogi sem hún leiddi. Hafði hann leitað þangað vegna erfiðra heimilisaðstæðna.

Eina segir í grein sinni að um „falsfrétt“ hafi verið að ræða, enda hafi Ásthildur átt í sambandi við mann sem var fullorðinn að lögum þegar barn þeirra kom undir.

„Auk þess fullyrti fréttastofan einnig, án þess að hafa nokkuð áreiðanlegt fyrir sér í því, að hún hefði verið í einhvers konar leiðtogastöðu gagnvart manninum,“ segir Einar og bætir við að því miður hafi forystukonur ríkisstjórnarinnar virst hafa „misst sitt annars annálaða kúl“ þegar þær leyfðu Ásthildi að segja af sér.

Hann segir að í ljósi aðstæðna hafi Ásthildur Lóa tekið rétta ákvörðun þar sem hún hafði ekki lengur þann stuðning sem hún þurfti.

„Það er langt síðan rykið settist, langt síðan almenningi varð ljóst að þarna var um að ræða svívirðilega aðför, og það af hálfu stofnunar í eigu almennings sem á að segja vandaðar fréttir en ekki fara með ósannindi um alvarleg mál. Því er nú tími til kominn að Ásthildur Lóa verði aftur gerð að ráðherra, til að sýna að ekki verði hægt að taka fólk niður með því að birta falsfréttir,“ segir Einar.

Hann segir að auðvitað ættu Kristrún, Þorgerður Katrín og Inga Sæland að lýsa yfir að þær hafi gert alvarleg mistök og biðjast afsökunar á því.

„Samtímis væri við hæfi að Stefán Eiríksson útvarpsstjóri tilkynnti í væntanlegu ávarpi sínu á gamlársdag að hann og Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri segðu af sér vegna ábyrgðar sinnar á þessum alvarlega falsfréttaflutningi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vill reka Reykjanesbæ eins og fyrirtæki

Vill reka Reykjanesbæ eins og fyrirtæki
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld