fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Huliðsvættir komnir á kort Reykjavíkurborgar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. desember 2025 12:30

Mynd: Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkur hefur bætt huliðsvættum við á kort borgarinnar og má nú finna staðsetningu álfa, dverga, huldufólks, gnóma og fleiri í borgarvefsjá ásamt öðrum gagnlegum og skemmtilegum upplýsingum um höfuðborgina.

Staðsetningu huliðsvættanna má finna undir liðnum Menningarminjar.

„Þetta er unnið eftir korti Erlu Stefánsdóttur frá 1988 en kortið fannst nýverið í þjónustuveri borgarinnar og þótti tilvalið að bæta þessari vídd við gagnasafnið. Staðsetningin er ekkert óskaplega nákvæm og eins er ekki vitað hvort einhverjar breytingar hafa orðið á búsetu síðan 1988. Gögnin eru birt með góðfúslegu leyfi afkomenda Erlu.“

Sjá má staðsetningu huliðsvera hér. Gott er að smella á skýringarhnappinn til að fá nánari upplýsingar og eins fást nánari upplýsingar þegar smellt er á táknin á kortinu.

„Við bjóðum huliðsvættina velkomna í Borgarvefsjá og bendum í leiðinni á að hægt er að sjá margar aðrar gagnlegar og skemmtilegar upplýsingar þar eins og lóðamörk, leikvelli, lagnaleiðir, loftmyndir og listaverk.“

Mynd: Reykjavíkurborg
Mynd: Reykjavíkurborg
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þessi fengu úthlutað listamannalaunum fyrir næsta ár

Þessi fengu úthlutað listamannalaunum fyrir næsta ár
Fréttir
Í gær

Mótmæla harkalega frumvarpi Sigríðar um þrengingu hatursorðræðu – Stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum og stúlkum aukist

Mótmæla harkalega frumvarpi Sigríðar um þrengingu hatursorðræðu – Stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum og stúlkum aukist
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“