fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. desember 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Guðbjartsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfakandi bílar séu ekki eins fjarlæg hugmynd hér á landi og margir halda. Oft þurfi að sjá og prófa hlutina sjálfur til að átta sig á svo stórri tæknibyltingu.

Rósa skrifar athyglisverða grein um þetta í Morgunblaðið í dag, en á dögunum tók hún sjálfakandi leigubíl í Austin í Texas í Bandaríkjunum, en þar hafa slíkir bílar verið í þróun og notkun.

„Fyrir um tveimur árum komu sjálfakandi leigubílar, Waymo, á markaðinn þar til almennra nota. Reynslan af Waymo er mjög góð en akstur með þeim kostar svipað og Uber. Bílaframleiðandinn Tesla byrjaði nýverið að bjóða íbúum Austin-borgar upp á Robotaxi í almennum leigubílaakstri en þar þróar Tesla þessa tækni sína,“ segir Rósa og bætir við að verð hverrar leiðar með mannlausu Teslunni sé allt að 70% lægra en með Waymo.

Meira en raunhæfur kostur

„Sjálfakandi leigubíll er og verður ákjósanlegri kostur en strætisvagnar, ekki síst ef fleiri en einn eru í ferð. Þá eru farþegar sóttir upp að dyrum og þeim ekið að dyrum áfangastaðarins. Þannig komast þeir hjá því að ganga að biðstöð og bíða í misjöfnu veðri eftir almenningsvagninum. Sjálfakandi bílar eru því orðnir meira en raunhæfur valkostur við almenningssamgöngur í borginni. Talið er að sjálfakandi bílar verði komnir í flestar borgir í Bandaríkjunum innan nokkurra ára og stefnir Waymo á að ná einni milljón ferða á viku á árinu 2026,“ segir hún.

Rósa segir að ætla megi að þessi tæknibylting ryðji sér fljótlega mjög hratt til rúms í öðrum löndum. Bendir hún á að sú vegferð sé þegar hafin í Tókýó og Waymo stefni á að hefja ferðir fyrir almenning í Lundúnum á næsta ári.

„Sjálfakandi bílar eru ekki einungis spennandi tækninýjung heldur hafa þeir reynst öruggir. Hvað eftir annað skora þeir hátt í öryggisprófunum en samkvæmt gögnum frá Tesla eru slys og óhöpp hjá sjálfakandi bílum þeirra sjö sinnum færri en að jafnaði meðal mannaðra bíla í Bandaríkjunum,“ segir Rósa í grein sinni.

Eitthvað sem við þurfum að skoða

Hún tók málið upp á Alþingi í vikunni og hvatti til þess að við endurskoðun og næstu uppfærslu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði þessi tæknibylting tekin til skoðunar.

„Ekki síst þurfa skipulagsyfirvöld í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins að líta til þessa við skipulag gatna og samgönguinnviða. Það er til dæmis ekki góð framtíðarsýn að þrengja að gatnakerfinu fyrir almenningssamgöngur eins og sums staðar hefur verið gert og stendur til að gera. Í fyrra voru gerðar breytingar í stjórnskipulagi samgöngusáttmálans þar sem bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu hafa nú beinni aðkomu að framvindu sáttmálans og því sem snýr að yfirsýn og stýringu verkefnisins,“ segir Rósa og bætir við að það sé kjörið tækifæri að kynna sér ítarlega þessa tækni og greina möguleg áhrif hennar í samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins.

„Sjálfakandi bílar eru komnir á göturnar og munu valda straumhvörfum í samgöngum. Þessi framtíð er því handan við hornið, tökum þátt í henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þurfti að bíða í nærri fjögur ár eftir svari frá ráðuneytinu

Þurfti að bíða í nærri fjögur ár eftir svari frá ráðuneytinu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Margrét misþyrmdi foreldrum sínum eftir að hún var búin að opna afmælispakkana frá þeim

Súlunesmálið: Margrét misþyrmdi foreldrum sínum eftir að hún var búin að opna afmælispakkana frá þeim
Fréttir
Í gær

Þórhallur hvetur fólk til að láta áfengið eiga sig um jólin og gera þetta í staðinn

Þórhallur hvetur fólk til að láta áfengið eiga sig um jólin og gera þetta í staðinn
Fréttir
Í gær

Bankabók hetjunnar á Bondi Beach stækkar og stækkar

Bankabók hetjunnar á Bondi Beach stækkar og stækkar
Fréttir
Í gær

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar