fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. desember 2025 09:30

Hjónin Robert Reiner og Michele. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dánarorsök Robs og Michele Reiner hefur nú verið opinberlega staðfest, en eins og kunnugt er fundust hjónin látin á heimili sínu í Los Angeles á sunnudag. Sonur þeirra, Nick, er í haldi lögreglu og bendir allt til þess að hann hafi myrt foreldra sína.

Embætti réttarmeinafræðings Los Angeles-sýslu hefur nú greint frá því að banamein hjónanna hafi verið „fjölmargir stunguáverkar af völdum beitts áhalds“.

Samkvæmt opinberum gögnum létust hjónin á sunnudag, sama dag og þau fundust látin í glæsihýsi þeirra. Hafa bæði dauðsföllin verið úrskurðuð manndráp og eru lík þeirra tilbúin til afhendingar aðstandendum. Ekki liggur fyrir hvenær þau verða lögð til hinstu hvílu.

Nick hefur verið ákærður fyrir morðin og verði hann sakfelldur á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn eða dauðarefsingu. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi og verður mál hans næst tekið fyrir þann 7. janúar.

Hann mætti fyrir dómara í gær og í kjölfarið sendu hin börn hjónanna, Romy og Jake, frá sér hjartnæma yfirlýsingu vegna andláts foreldra sinna.

„Orð duga skammt til að lýsa þeim ólýsanlega sársauka sem við finnum fyrir,“ sögðu þau meðal annars.

Rob Reiner fæddist í New York árið 1947 og átti hann mjög svo farsælan feril sem leikari, leikstjóri og handritshöfundur.

Hann leikstýrði myndunum This is Spinal Tap, Stand by Me, The Princess Bride, When Harry Met Sally, Misery og A Few Good Men svo einhverjar séu nefndar. Var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir A Few Good Men. Þá lék hann einnig talsvert, bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings