fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Andrés sakfelldur fyrir nauðgun gegn stúlku undir 15 ára aldri – Brotaþoli gat lýst íbúðinni hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. desember 2025 09:00

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og fimm ára gamall maður frá Blönduósi, Andrés Páll Ragnarsson, var þann 11. desember, í Héraðsdómi Norðurlands eystra, sakfelldur fyrir nauðgun gegn stúlku sem var tæplega 15 ára þegar brotið átti sér stað, um áramótin 2022/2023.

Andrés bjó í sömu blokk og stúlkan, sem bjó með móður sinni og kærasta hennar. Sat fólkið að sumbli er Andrés kom þangað. Hann fór afsíðis með stúlkunni og kyssti hana án leyfis á munninn. Í kjölfarið bauð hann henni inn í sína íbúð og þáði hún boðið. Þar hafði hann samfarir við hana án hennar samþykkis en hún sagði honum ítrekað að hún vildi þetta ekki.

Stúlkan lýsti því jafnframt fyrir dómi og í skýrslutökum hjá lögreglu að hún hefði verið mjög drukkin er ofbeldið átti sér stað og hefði ælt inni íbúðinni.

Stúlkan hefur glímt við áfallastreituröskun eftir atburðinn og glímt við mikinn kvíða og verið þjökuð af martröðum. Um þetta vitnar meðal annar sálfræðingur sem var kvaddur fyrir dóminn.

Sagði að hún hefði ekki komið í íbúðina

Andrés játaði að hafa kysst stúlkuna en neitaði því að hafa haft kynmök við hana, hvað þá gegn vilja hennar. Hann neitaði því að hafa boðið henni inn í íbúð sína og sagði hana aldrei hafa komið þangað. Stúlkan gat hins vegar lýst íbúðinni hans nokkuð greinilega. Auk þess var þessi framburður hans á skjön við það sem stúlkan hafði sagt við móður sína og kærasta hennar strax eftir brotið en hún sagði þeim að hún hefði farið íbúðina hans og þar hefði gerst eitthvað kynferðislegt gegn hennar vilja.

Saksóknari vildi að Andrés yrði auk nauðgunar sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni vegna kossins sem hann kyssti stúlkuna en hann  hefði mátt vita að hún var undir 15 ára aldri og vegna aldursins væri kossinn ávallt kynferðisleg áreitni hvort sem hún hefði verið samþykk honum eða ekki. Þrátt fyrir að ýmislegt kæmi fram við réttarhöldin sem benti til þess að Andrés hefði vitað um aldur stúlkunnar taldi dómari það ekki vera fullsannað og var hann því ekki sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni.

Hann var hins vegar fundinn sekur um að hafa nauðgað stúlkunni í íbúð sinni. Vóg þar þungt að framburður stúlkunnar þótti stöðugri og trúverðugri en framburður Andrésar. Framburður stúlkunnar í Barnahúsi um að hún hefði sagt honum að hún væri mótallin kynmökunum og beðið hann ítrekað um að hætta voru á meðal mikilvægra gagna í málinu.

Var Andrés Páll Ragnarsson dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann var einnig dæmdur til að greiða brotaþola tvær milljónir króna í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum