

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Rob og Michele hafi verið með stunguáverka þegar þau fundust. Var það dóttir hjónanna, Romy, sem kom að þeim látnum, en hún er búsett steinsnar frá heimili þeirra í Brentwood.
Alan Hamilton, lögreglustjóri í Los Angeles, sagði á blaðamannafundi að enginn hefði verið handtekinn vegna málsins, en rannsókn lögreglu sé í fullum gangi.
Rob fæddist í New York árið 1947 og átti hann mjög svo farsælan feril sem leikari, leikstjóri og handritshöfundur.
Hann leikstýrði myndunum This is Spinal Tap, Stand by Me, The Princess Bride, When Harry Met Sally, Misery og A Few Good Men svo einhverjar séu nefndar. Var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir A Few Good Men. Þá lék hann einnig talsvert, bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.