fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Magnaðir hlutir hafa gerst eftir að hetjan í Ástralíu var nafngreind

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. desember 2025 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að fregnir af hetjudáð Ahmed el Ahmed á Bondi-ströndinni í Ástralíu í gær hafi vakið athygli. Minnst sextán voru skotnir til bana af tveimur byssumönnum, en árásin beindist að ljósahátíð gyðinga sem fram fór á ströndinni.

Ahmed, sem er 43 ára ávaxtasali og tveggja barna faðir, laumaðist aftan að öðrum byssumanninum og afvopnaði hann. Hann var skotinn tveimur skotum í handlegg og öxl, en er ekki talinn lífshættulega slasaður.

Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir Ahmed og á mjög skömmum tíma hafa rétt tæplega ein milljón dollara safnast, eða rúmar 120 milljónir króna. Búist er við því að upphæðin muni hækka verulega áður en yfir lýkur.

Bandaríski milljarðamæringurinn Bill Ackman lagði til dæmis hundrað þúsund dollara í söfnunina. Ahmed er múslimi sem fæddist í Sýrlandi, en hann hefur verið búsettur í Ástralíu hin síðari ár.

Jozay Alkanj, frændi Ahmed, lýsti því í viðtölum við ástralska fjölmiðla að Ahmed hafi tjáð honum rétt áður en hann réðst til atlögu að hann myndi að líkindum deyja.

„Hann sagði: „Ég er að fara að deyja. Geturðu sagt fjölskyldu minni að ég hafi dáið við að reyna að bjarga fólki“,“ sagði Alkanj þar sem hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan sjúkrahúsið þar sem Ahmed dvelur.

Frændurnir voru á ströndinni til að fá sér kaffibolla og sagði Alkanj að þeir hefðu skyndilega heyrt háværa skothvelli rétt hjá. „Þetta var mjög óhugnanlegt, við földum okkur á bak við bíla og áttuðum okkur á því að byssumennirnir voru rétt hjá okkur.“

Ahmed ákvað að freista þess að læðast aftan að öðrum byssumanninum og reyna að stöðva hann. Hann gerði það og gott betur því honum tókst að ná af honum byssunni og miða á hann.

Árásarmaðurinn hörfaði í kjölfarið, en Ahmed lagði svo byssuna frá sér upp við tré þar sem hann vildi ekki hætta á að lögreglumenn teldu að hann væri annar byssumannanna.

Sem fyrr segir létust að minnsta kosti sextán í skotárásinni, þar á meðal tíu ára stúlka, en tugir eru særðir og sumir þeirra lífshættulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“