fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Hetjan á Bondi-strönd nafngreind: Fjölskyldufaðirinn Ahmed

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. desember 2025 16:52

Ahmed al Ahmed er hylltur sem hetja í heimalandi sínu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralir eru í sárum eftir hræðilega hryðjuverkaárás á Bondi-strönd fyrr í dag þar sem tveir árásarmenn létu skotum rigna yfir gyðingasamkomu. Alls eru ellefu látnir, þar af annar árásarmannanna, en fjölmargir eru að auki særðir eftir árásina.

Það hefur vakið gríðarlega athygli að einn vegfarandi tók til sinna ráða og réðst á einn byssumanninn og tókst að afvopna hann eftir átök. Hefur viðkomandi verið hylltur sem hetja en talið er að hann hafi bjargað fjölmörgum mannslífum með hugrekki sínu.

Ástralskir fjölmiðlar greina frá því að hetjan heitir Ahmed al Ahmed, 43 ára ávaxtasali og tveggja barna faðir. Ahmed var skotinn tvisvar í barningnum og var sendur í aðgerð á nærliggjandi spítala.

Eins og sjá má af myndskeiðum sem hafa farið sem eldur um sinu sést hvernig Ahmed, sem var fyrir tilviljinu á röltinu við Bondi-strönd, laumast að einum byssumanninum, stekkur á hann og nær síðan að afvopna hann.

Í umfjöllun erlendra miðla kemur fram að Ahmed hafi sjálfur enga reynslu af skotvopnum en hann miðaði byssunni um tíma á árásarmanninn sem forðaði sér til félaga síns. Þeir voru síðan yfirbugaðir af lögreglu og lét annar árásarmaðurinn lífið en hinn særðist.

@sydneymorningherald A hero bystander wrestled a rifle off an alleged gunman in a moment of bravery that may have saved lives, footage from the scene at Bondi Beach shows. Follow our live coverage. #bondibeach #sydneynews #sydney #newspurposes ♬ original sound – Sydney Morning Herald

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax