fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. desember 2025 17:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur mildaði í dag verulega dóm yfir 18 ára pilti, erlendum ríkisborgara, sem í apríl á þessu ári smyglaði rúmlega 13 kg af kókaíni með allt að 83-87% styrkleika til landsins með farþegaflugi til Keflavíkurflugvallar. Fíkniefnin voru falin í tösku sem ákærði hafði meðferðis.

Um afar mikið magn kókaíns er hér að ræða og dæmdi Héraðsdómur Reykjaness manninn í sumar í sex og hálfs árs fangelsi síðastliðið sumar.

Verjandi mannsins, Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður, sagði fyrir Landsrétti að hann teldi að héraðsdómur hefði ekki tekið nægilegt tillit til ungs aldurs ákæra sem var aðeins 18 ára þegar brotið var framið. Einnig hefði refsingin ekki verið í samræmi við dómavenju í sambærilegum málum, hún hefði verið of þung. Einnig hélt hann því til haga að ákærði hefði játað  sök og lýst einlægri iðrun fyrir dómi.

Við ákvörðun sína tók Landsréttur mið af því að ákærði hefði flutt til landsins mikið magn af mjög sterkum fíkniefnum sem ætluð voru til söludreifingar hér á landi. Gögn málsins gefi einnig til kynna að honum hafi verið fullljóst að hann var að flytja fíkniefni og því hefði brotavilji verið einbeittur.

Á hinn bóginn tók dómurinn tillit til röksemda verjandans hvað varðar játningu ákærða og ungan aldur hans, auk þess sem ekkert bendi til þess að ákærði hafi komið að skipulagningu eða fjármögnun innflutningsins.

Niðurstaða Landsréttar var að lækka refsinguna niður í fimm ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón