

Reykjavíkur hefur bætt huliðsvættum við á kort borgarinnar og má nú finna staðsetningu álfa, dverga, huldufólks, gnóma og fleiri í borgarvefsjá ásamt öðrum gagnlegum og skemmtilegum upplýsingum um höfuðborgina.
Staðsetningu huliðsvættanna má finna undir liðnum Menningarminjar.
„Þetta er unnið eftir korti Erlu Stefánsdóttur frá 1988 en kortið fannst nýverið í þjónustuveri borgarinnar og þótti tilvalið að bæta þessari vídd við gagnasafnið. Staðsetningin er ekkert óskaplega nákvæm og eins er ekki vitað hvort einhverjar breytingar hafa orðið á búsetu síðan 1988. Gögnin eru birt með góðfúslegu leyfi afkomenda Erlu.“
Sjá má staðsetningu huliðsvera hér. Gott er að smella á skýringarhnappinn til að fá nánari upplýsingar og eins fást nánari upplýsingar þegar smellt er á táknin á kortinu.
„Við bjóðum huliðsvættina velkomna í Borgarvefsjá og bendum í leiðinni á að hægt er að sjá margar aðrar gagnlegar og skemmtilegar upplýsingar þar eins og lóðamörk, leikvelli, lagnaleiðir, loftmyndir og listaverk.“

