fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 07:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem starfar sem saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara var kærð á síðasta ári þar sem hún var sökuð um húsbrot, eignaspjöll, þjófnað og brot á barnaverndarlögum.

Greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag og þar segir að kærandi í málinu sé fyrrverandi eiginmaður saksóknarans.

Konan er sögð hafa játað brot sín við yfirheyrslur hjá lögreglu en síðan dregið játninguna til baka þar sem hún bar við erfiðu andlegu ástandi. Konan er enn í starfi hjá embættinu og segir í frétt Morgunblaðsins að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafi ekkert aðhafst í málinu.

Í fréttinni kemur fram að lögregla hafi haft málið til rannsóknar sem og rannsókn á atviki þar sem saksóknarinn er sakaður um að hafa beitt móður kæranda og son líkamlegu ofbeldi.

Loks segir í frétt Morgunblaðsins að viðkomandi saksóknari hafi flutt að minnsta kosti tvö mál fyrir Landsrétti sem vörðuðu umferðarlagabrot á sama tíma og hún bar fyrir sig andlegum veikindum. Í báðum tilvikum voru sakborningar dæmdir til fangelsisvistar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi