fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Sigríður ber fullt traust til saksóknarans og leiðréttir Morgunblaðið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Morgunblaðsins um saksóknara hjá embættinu, konu, sem kærð var af fyrrverandi eiginmanni sínum fyrir húsbrot, eignaspjöll, þjófnað og brot á barnaverndarlögum. Sigríður segir umfjöllun Morgunblaðsins ekki að öllu leyti rétta og að hún beri fullt traust til saksóknarans.

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Yfirlýsing Sigríðar er svohljóðandi:

„Vegna umfjöllunar Morgunblaðsins um málefni sem tengjast saksóknara við embætti ríkissaksóknar telur ríkissaksóknari nauðsynlegt að leiðrétta nokkur atriði:

Saksóknarinn sem um ræðir játaði ekki brot og dró því ekki játninguna til baka. Samantekt lögreglu, sem Morgunblaðið er væntanlega með undir höndum, er röng hið rétta kemur fram í upptöku lögreglu af skýrslutökunni.

Saksóknarinn fór í veikindaleyfi í kjölfar þeirra atvika sem um ræðir, en atvikin áttu sér stað fyrir þremur árum. Viðkomandi flutti ekki mál fyrir dómstólum á meðan á veikindaleyfinu stóð.

Kærumál vegna ætlaðra brota saksóknarans voru tekin til meðferðar af lögreglu og ákæruvaldi án allrar aðkomu undirritaðrar, enda um vanhæfi að ræða af minni hálfu til meðferðar kærumáls sem varðar starfsmann embættisins. Rannsókn málanna var hætt og var málunum lokið á þann hátt.

Ríkissaksóknari ber fullt traust til saksóknarans sem um ræðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Fréttir
Í gær

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp