fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 13:30

Dalvík. Mynd: Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framundan eru réttarhöld við Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri gegn manni sem sakaður er um nokkur brot gegn valdstjórninni. Öll brotin tengjast aðgerðum félagsþjónustunnar í Dalvíkurbyggð á og við heimili mannsins á Dalvík, en um er að ræða búsetuúrræði á vegum sveitarfélagsins.

Ákæran er í þremur liðum og í fyrsta lið er ákært vegna atvika sem áttu sér stað sunnudaginn 4. september 2022. Er maðurinn ákærður fyrir að hafa hrint konu, sem var við skyldustörf sem starfsmaður félagsþjónustunnar, með þeim afleiðingum að hún féll aftur fyrir sig. Atvikið átti sér stað utandyra.

Maðurinn er síðan ákærður fyrir að hafa beitt lögreglumann ofbeldi innandyra með því að veita svo mikla mótspyrnu við handtöku að lögreglumaðurinn tognaði og marðist. Er hann síðan sakaður um að hafa beitt annan lögreglumann ofbeldi með því að sparka í hendi lögreglumannsins svo hann hlaut af áverka.

Líflátshótanir

Annar ákæruliður varðar atvik frá þriðjudeginum 4. apríl 2023 en maðurinn  er sakaður um að hafa þá hótað tveimur lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og lífláti.

Einnig er hann sakaður um að hafa hótað starfskonu félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar lífláti.

Frelsissvipting

Þriðji ákæruliður varðar atvik frá miðvikudeginum 3. maí árið 2023. Er maðurinn ákærður fyrir að hafa svipt opinberan starfsmann frelsi með því að halda konu sem starfar hjá félagsþjónustunni nauðugri í starfsmannarými með því að neita henni um útgöngu, hindra för hennar og ógna henni.

Aðalmeðferð í málinu verður við Héraðsdóm Norðurlands eystra þann 13. nóvember næstkomandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar greina faðmlag ekkjunnar og varaforsetans sem setti allt á hliðina

Sérfræðingar greina faðmlag ekkjunnar og varaforsetans sem setti allt á hliðina