fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Þórhallur segir forstjóra Sýn senda galin skilaboð í tilkynningu – „Ekkert var ófyrirséð, allt lá þetta fyrir“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. nóvember 2025 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýn mun, frá og með 1. desember, hætta að senda út kvöldfréttir um helgar og á almennum frídögum. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar er vísað til áskoranna í núverandi rekstrar- og samkeppnisumhverfi.

„Fréttastofa Sýnar hefur frá árinu 1986 verið frumkvöðull í fréttaþjónustu og séð fólkinu í landinu fyrir frjálsum og óháðum fréttum. Það dylst engum að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi er að óbreyttu ósjálfbært. Einkareknir miðlar búa við verulega skakka samkeppnisstöðu gagnvart Ríkisútvarpinu, erlendum efnisveitum og samfélagsmiðlum,“ er haft eftir forstjóra Sýnar, Herdísi Dröfn Fjeldsted í tilkynningu en hún segir að stjórnvöld hafi hingað til ekki sýnt áhuga á að grípa til heildstæðra aðgerða sem ítrekað hafi verið kallað eftir. Án raunhæfra viðbragða geti svo farið að forsendur fyrir rekstri sjónvarpsfrétta bresti alfarið í náinni framtíð.

Þórhallur Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar, segir Herdísi senda galin skilaboð. Ákvörðun um að hætta með kvöldfréttir um helgar sé ekki óeðlileg í ljósi þróunar á sjónvarpsáhorfi, en Þórhalli þykir þó óeðlilegt að tengja þessa ákvörðun við skakka samkeppnisstöðu gagnvart RÚV, erlendum efnisveitum og samfélagsmiðlum. Hann skrifar á Facebook:

„Nú er ég búinn að telja upp að tíu….
Þessi ákvörðun að hætta með kvöldfréttir í sjónvarpi um helgar er ekki óeðlileg og ekki síst í ljósi þróunar á sjónvarpsáhorfi. Þetta getur bæði styrkt fréttir á miðlum sem við nýtum meira eins og Vísi og Bylgjuna. Ég hef þá trú að sá frábæri mannskapur sem starfar á fréttastofu Sýnar sjái tækifæri í þessum breytingum.

Eitt skil ég þó ekki: Að forstjóri fyrirtækisins tengi þessa ákvörðun við skakka samkeppnisstöðu gagnvart RÚV, erlendum efnisveitum og samfélagsmiðlum. Þetta samkeppnisumhverfi er alls ekki nýtt af nálinni. RÚV hefur starfað í tæp 50 ár, erlendar efnisveitur hafa risið hratt undanfarin 12 ár og samfélagsmiðlar s.l. 15 ár. Ekkert var ófyrirséð, allt lá þetta fyrir. Þessi ákvörðun að hætta kvöldfréttum um helgar er tekin í ljósi þróunar á breyttum lífsvenjum fólks en ekki vegna þess að einhverjum er um að kenna.“

Þórhallur rekur að Sýn búi að afburðarfólki á sviðum fjölmiðla og að forstjórinn gefi í skyn að hætta eigi rekstri sjónvarpsfrétta án aðgerða frá ríkinu sé galið.

„Sýn býr að afburðafólki á sviðum fjölmiðla, hvort sem er í sjónvarpi, útvarpi, hlaðvarpi, dagskrárgerð, fréttamennsku, íþróttaumfjöllun, tæknilausnum ofl. Að forstjóri gefi það í skyn að fyrirtækið hætti rekstri sjónvarpsfrétta í náinni framtíð ef ríkið grípi ekki inn í er í besta falli galin skilaboð. Ef einhver heldur að Stöð 2, eða Sýn hafi rekið fréttastofu sem góðgerðarverkefni skal það upplýst að svo er ekki. Fréttastofa skilar fyrirtækinu gríðarlegum tekjum á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Hvernig yfirstjórn nýtir síðan þær tekjur er önnur saga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Í gær

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágranna frá helvíti gert að flytja úr íbúð foreldra sinna – Tjón hleypur á milljónum króna

Nágranna frá helvíti gert að flytja úr íbúð foreldra sinna – Tjón hleypur á milljónum króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani