fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur lögmaður hefur undanfarna viku setið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi. Þetta kemur fram í frétt RÚV. 

Umrætt mál tengist rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi, ólöglegum innflutningi á fólki, sem og peningaþvætti.

Í sumar réðst lögreglan nyrðra í aðgerðir víða um landið vegna rannsóknar á brotastarfsemi en aðgerðirnar náðu til höfuðborgarinnar, Kópavogs, staða á Vesturlandi sem og Raufarhafnar. Fjöldi einstaklinga voru handteknir og þá var fíkniefnaframleiðsla upprætt.

Allnokkrir sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins en í ágústlok voru fjórir einstaklingar sendir til Albaníu eftir tveggja mánaða varðhald. Lögmaðurinn tengist rannsókn þessara mála.

Lögmaðurinn er ekki nafngreindur en í frétt RÚV kemur fram að auk verjendastarfa þá hafi maðurinn verið talsmaður fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“