fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 07:00

Dóri DNA. Mynd: Skjáskot/RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Laxness Halldórsson, leikari, uppistandari og rithöfundur hefur mikið að gera og sumir myndu bogna undan álaginu en Halldór segir að honum líði best þegar dagatalið er fullt.

„Ég fæ hnút í magann þegar það er ekkert að gera. Nú er rosalega mikið að gera og mér hefur ekki liðið eins vel í nokkur ár. Svona er maður af guði gerður,“

segir Halldór í viðtali við Sigurlaugu Margréti Jónsdóttur í Segðu mér á Rás 1. Hann er meðal annars að skrifa framhald að kvikmyndinni Svartur á leik frá 2012, en hún gerist í undirheimum Reykjavíkur.

Halldór segist ekki þurfa að teygja sig langt til að heyra sögurnar. Hann hefur lært hnefaleika líkt og margir sem tengjast undirheimunum og þar kynntist hann því að margir menn undirheimanna eru orðheppnir og þeir eigi það margir sameiginlegt að faðma fólk.

„Ég hef lengi haft áhuga á því hvernig gangsterar, eða faðmarar því þeir faðma mann alltaf þegar við hittumst, hvernig þeir tala. Mér finnst það ekki endilega hafa náðst í því sem er skrifað á Íslandi því þetta eru oft sniðugir menn, hispurslausir og orðheppnir. Mig langaði að skrifa eina svona sögu og þeir blessunarlega leyfðu mér það. Ég skil þetta fólk og hef skilið lengi. Mig langaði að reyna að útskýra fyrir fólki hvar það er statt.“

Hann segir að heimarnir séu ekki eins aðskildir og margir halda.

„Staðreyndin er sú að til eru menn sem þú hittir á fótboltamótum í primaloft-úlpu, eru bara hressir og skemmtilegir en á kafi í import export. Eins og einn sagði við mig: „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki og þeir skanna bara eitt prósent af þeim. Ef hann er tekinn sendi ég tvo strax því það er ekki séns að þeir nái þeim.“

Halldór segist vera pólitískur og alinn upp á pólitísku heimili.

„Ég er svolítið gamaldags vinstrimaður. Mér fannst gaman í þessari „woke“-stemningu þar til mér fannst þetta vera að ná yfir hið mannlega einhvern veginn. Ég er bara svolítið öreigar allra landa sameinist maður og alinn upp af fólki sem lét Davíð Oddsson fara gríðarlega í taugarnar á sér.“

Halldór segist hafa haft sig meira í frammi á árum áðum og talað um skoðanir sínar. Hann skrifaði pistla um langt skeið, meðal annars í Fréttablaðið og var rekinn þaðan fyrir einn slíkan.

„Ef ég væri samsæriskenningamiðaður væri það pistill um Sjálfstæðisflokkinn en mér skildist á endanum að það hafi verið pistill um Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnanda sem þá var að skrifa í Fréttablaðið.“ Jón Viðar gagnrýndi sýningu eftir Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra, sem Halldór hefur miklar mætur á, og hann var afar ósammála rýninni.

„Ég tók þessu eitthvað illa. Þá var Mikael Torfason ritstjóri, hann rak mig og sagði: „ég get ekki haft pistlahöfunda að rífast við penna blaðsins á síðum þess.““

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“