fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 15:58

Trausti Eiríksson, vörustjóri PC búnaðar hjá OK með HP EliteBook X G1a tölvuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæknimiðillinn Gzmodo hefur valið HP EliteBook X G1a sem bestu fyrirtækjatölvuna 2025.

„HP EliteBook X G1a er skýr valkostur fyrir fagfólk sem vill öfluga fartölvu í daglegu starfi. Vélin býr yfir endingargóðri hönnun, hágæða hljóðkerfi og skörpum OLED skjá. AMD Radeon AI 9 HX Pro 375 örgjörvi tryggir mikil afköst til að takast á við krefjandi verkefni,“ segir í umsögn hjá Gizmodo tæknivefnum.

Þar segir að í samanburði við Intel-útgáfuna (Ultra G1i) taki X G1a skrefið lengra með AMD Ryzen AI 300-seríunni sem tryggi hærri NPU-afköst (~50 TOPS) og betri grafík (Radeon 880M). Ennfremur kemur fram að rafhlöðutími AMD útgáfunnar sé allt að 16,5 klst.

HP tölvur búa þess fyrir utan yfir Wolf Security öryggislausn sem ver tölvur gegn hættum á netinu, óháð því hvort notendur smella á rangan hlekk, opna sýkt viðhengi eða nota ótryggt net. Það má líkja HP Wolf sem blöndu af vélbúnaði, hugbúnaði og gervigreind; lausn sem er hönnuð til þess að verja gögn notanda.

„EliteBook X G1a er gerð úr endingargóðu áli og magnesíum, höggþolin en jafnframt þægileg á ferðinni. Vélin er öflug og hönnuð til að styðja þá allra kröfuhörðustu. HP Wolf Security keyrir sjálfvirkt í bakgrunninum og gerir notandanum kleift að vinna áhyggjulaust að sínum verkefnum á frábærri og öruggri vél,“ segir Trausti Eiríksson, vörustjóri PC búnaðar hjá OK.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin
Fréttir
Í gær

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“
Fréttir
Í gær

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Í gær

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“