fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 15:30

Þrenn hótel í miðbænum, þar af eitt í byggingu. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Allansson kvikmyndagerðarmaður og stundakennari við HÍ segir hótelvæðinguna vera farna að hafa skaðleg áhrif á sjálfsmynd Reykjavíkur sem borgar. Áhrif Airbnb og hótela í miðborginni hafi haft mikil áhrif á menningarstarfsemi og hótelbyggingar rísi í stað staða sem mýstu blómlegt menningarlíf.

Vísar Ari til rúmlega ársgamlrar greinar breska dagblaðsins The Guardian þar sem fyrirsögnin er „Rifnir niður svo byggja megi fleiri hótelherbergi: Tónleikastaðir í Reykjavík gleyptir af ferðamannaiðnaðinum“.

„Efni greinarinnar, eins og fyrirsögnin gefur til kynna, lýsir því hvernig landslag tónlistarmenningar sem fært hefur okkur hljómsveitir sem öll heimsbyggðin þekkir, hefur breyst og þar sem áður list og sköpun fékk að lifa og dafna, snýst allt núna um að hámarka gróða.“

Segir Ari í grein sinni að í þessu sé fólgin þversögn, þar sem stór hluti þeirra sem heimsækja Reykjavík, koma á þeim forsendum að þeir séu að fara að sjá og upplifa þá borg sem getið hefur af sér Björk, Sigur Rós, Múm, „og öll þau óteljandi bönd og það stórkostlega hæfileikaríka tónlistarfólk sem hér hefur vaxið úr grasi – sem sagt borg þar sem grasrótin hefur náð festu og getið af sér það sem við þekkjum sem „íslenska tónlist“ og hefur farið sigurför um heiminn undanfarna áratugi. Þessi „íslenska tónlist“ er stór hluti af sjálfsmynd Reykjavíkurborgar.“

Ari Allansson

Hröð þróun hótelvæðingar hafi skaðleg áhrif

Ari segir þróunina hafa verið hraða frá árinu 2010 og í dag sé svo komið að „hótelvæðingin er farin að hafa skaðleg áhrif á sjálfsmynd Reykjavíkur sem borgar. Reykjavík veit ekki lengur hver hún er eða hvert hún er að fara.

Áhrifin af Airbnb og hraðri fjölgun hótela í 101 á ýmisskonar menningarstarfsemi og smáfyrirtæki, hafa verið slík að mörg hver eru nú horfin af vettvangi vegna hækkandi húsaleigu og breyttrar götumyndar. Hótelbyggingar eru reistar á örskömmum tíma á rústum staða sem áður hýstu blómlegt menningarlíf sem var órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd borgarinnar okkar.“

Reykjavík taki ekkert tillit til íbúa

Ari bendir að hann hafi flutt inn íslenska tónlistarmenn til Parísar í fjöldamörg ár og unnið með tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, dagskrárstjórum, fjölmiðlum og öllum helstu menningarstofnunum í Frakklandi og hann geti því fullyrt að þessi þróun er ekki heillavænleg fyrir íslenska tónlist. Þróunin  er ávísun á ófrumleika og stöðnun þar sem búið er að steypa yfir jarðveginn sem áður gaf íslenskri tónlist líf.

„Reykjavík er hratt og örugglega að verða að staðlaðri og túristavæddri borg sem tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili. Byggingarnar sem hér eru reistar skapa borgarmynd sem hefur enga tengingu við söguna, menninguna og fólkið sem hér hefur búið í gegnum aldirnar. Þær eru birtingarmynd nýfrjálshyggjunnar sem skilur eftir sig sviðna jörð og heldur eitthvert annað þegar gróðinn hefur verið hámarkaður og allur arður kreistur úr túpunni.

Við þurfum á þessu skrýtna og sérvitra að halda, það gefur menningunni lit og lífinu gildi,“

segir Ari sem segir ferðamenn koma hingað til að sjá og upplifa það í  okkar yndislegu borg, en ekki hitt:  sálarlaus hótel og alþjóðlegar verslana- og veitingakeðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli
Fréttir
Í gær

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus
Fréttir
Í gær

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“
Fréttir
Í gær

Reknir úr snorklferð fyrir „ófullnægjandi sundkunnáttu“

Reknir úr snorklferð fyrir „ófullnægjandi sundkunnáttu“
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað