fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. nóvember 2025 15:30

Snorri Másson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erla Björg Gunnarsdóttir, annar ritstjóra Vísis, hefur tilkynnt að í ljósi umræðunnar um mynd af Snorra Mássyni, varaformanni Miðflokksins í dag, hafi miðilinn ákveðið að skipta um mynd. Umræðan hafi farið í að snúast um myndina en ekki fréttina. Segir Erla Björg engin annarleg sjónarmið liggja í vali á myndinni.

„Varðandi myndbirtingu á Vísi

Með grein um Snorra Másson sem birtist á Vísi í dag var valin mynd af honum að fagna kjöri sem varaformaður Miðflokksins á nýlegu landsþingi. Á því augnabliki hélt hann á barni sínu undir dynjandi lófataki og var barnið því á öllum myndum Vísis af þessari sigurstundu. Myndin var ekki valin með önnur sjónarmið í huga en þau að sýna Snorra í nýju og stærra hlutverki á hans pólitíska ferli.

Í ljósi þess að umræðan er farin að snúast meira um myndina en efni greinarinnar þá höfum við, með tilliti til hagsmuna barnsins, kosið að skipta um mynd. Skiptir þá engu þótt myndin hafi áður birst í fréttum og Snorri sjálfur deilt henni á samfélagsmiðlum sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim
Fréttir
Í gær

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag
Fréttir
Í gær

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Í gær

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Í gær

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga
Fréttir
Í gær

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni