

Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, er allt annað en sáttur við fréttamiðillinn Vísi fyrir að nota mynd af honum og tveggja ára syni hans sem forsíðumynd um umfjöllun um meintan rasisma hans.
„Já, hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð sem Kjartan Kjartansson, blaðamaður Vísis, hefur náð með myndavali í þessari „fréttagrein“, þar sem enginn annar en tveggja ára sonur minn fær að prýða forsíðuna ásamt staðlausum ásökunum um ímyndaðan rasisma föðurins?,“ skrifar Snorri. Óhætt er að segja að hann uppskeri mikil viðbrögð við færslunni frá stuðningsmönnum sínum, sem flestir eiga það sameiginlega að hafa ekki mikla trú á íslenskum fjölmiðlum.
Myndin umrædda var tekin á nýlegum landsfundi Miðflokksins þar sem Snorri fagnaði meðal annars sigri sínum í varaformannskosningu með því að taka son inn upp í pontu og kynna hann sem nýjasta Miðflokksmanninn.
Einn þeirra sem er þó ekki á sama máli og Snorri er fréttamaðurinn Jóhann Hlíðar Harðarson sem sendir þingmanninum pillu:
„Það varst þú sjálfur sem tróðst syni þínum í sviðsljósið með því að tromma upp með hann á sviði.
Þú bauðst upp á þetta. Að fara svo að grenja núna er tækisfærismennska og tilfinningaklám.“

Í áðurnefndri umfjöllun Vísis er fjallað um þær fullyrðingar Snorra undanfarin misseri að fjölgun innflytjenda sé slík að hún endi með því að Íslendingar verði í minnihluta í eigin landi og þá gagnrýni sem sá málflutningur hefur sætt gagnrýni. Hefur Snorri meðal annars verið sakaður um að dreifa rasískri samsæriskenningu sem kennd er við „útskiptin miklu“ (e. Great Replacement Theory).
Var meðal annars rætt við stjórnmálafræðiprófessorinn EiríkBergmann sem sagði kenninguna einhverja áhrifamestu samsæriskenningu samtímans í Evrópu og Vesturlöndum.
„En það er augljóst að menn eru farnir að daðra eitthvað við hana,“ er haft eftir Eiríki í umfjölluninnni og vísar meðal annars til málflutnings Snorra.