fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. nóvember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndbirting Vísis með frétt af Snorra Mássyni, varaformanni Miðflokksins með tveggja ára son sinn í fanginu hefur vakið mikla athygli og umræðu í dag. Snorri og eiginkona hans Nadine Yaghi, sem bæði hafa starfað sem blaðamenn og þar á meðal bæði á Vísi, eru allt annað en sátt við fréttamiðillinn Vísi fyrir að nota umrædda sem forsíðumynd um umfjöllun um meintan rasisma Snorra.

Segjast þau bæði hafa óskað eftir því við Vísi að breyta um mynd en því hafi miðillinn neitað.

Sjá: Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Sjá: Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Sitt sýndist hverjum um myndbirtinguna, margir fundu Vísi allt til foráttu meðan aðrir bentu á að Snorri hefði leyft myndatöku af sér í pontu með soninn í fanginu á Landsfundi Miðflokksins og jafnvel deilt myndinni á eigin samfélagsmiðlum.

Að lokum fór svo að Vísir brást við athugasemdum og skipti um mynd kl. 15.10, en fréttin birtist kl. 6.46 í morgun.

Sjá: Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út

Gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson var harðorður í athugasemd við færslu Nadine fyrr í dag og sagði Vísi í fullum rétti til að nota myndina. Hún yrði að beina reiði sinni að eiginmanninum með það hversu óviðeigandi myndbirtingin af syninum væri.

„Það er Snorri sem stillir sér upp og lætur taka af sér myndir með barnið í fanginu við pólitískt tækifæri. Hvað honum gekk til með því veit ég ekki og varðar svo sem ekki neitt um. En vefurinn er í fullum rétti að nota þessa mynd. Þess vegna átt þú það við Snorra en ekki blaðið hversu óviðeigandi þetta er.“

Bendir Jón Viðar máli sínu til stuðnings að margt framáfólk, sem starfa sinna vegna er mikið í fjölmiðlum hafi gætt þess vandlega að halda börnum sínum utan sviðsljóssins, meðal annars allir forsetar Íslands.

„Þegar Vigdís varð forseti var fjölmiðlabyltingin rétt að hefjast, miðlarnir að verða ágengari og ósvífnari og sú „þróun“ hefur sannarlega haldið áfram. Vigdís sá af sínu hyggjuviti strax hvert þessi nýja nálgun gæti leitt og ræddi þetta ma í einhverju viðtali, að mig minnir. Þó að kastljós fjölmiðla geti verið ljúft um stund, þá hefur það ýmislegt miður skemmtilegt í för með sér. – En sem sagt: þessi myndbirting er algerlega á ábyrgð Snorra. Vonandi lærið þið bæði af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Í gær

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Í gær

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“
Fréttir
Í gær

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Í gær

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins