

Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar, gagnrýnir Vísi fyrir myndbirtingu af barni Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, í tengslum við umfjöllun þar sem Snorri er vændur um daður við rasíska samsæriskenningu.
Mikið hefur verið fjallað um málið í dag en meðal þeirra sem stigið hafa fram í umræðunni er eiginkona Snorra og móðir barnsins, Nadine Guðrún Yaghi:
Jón Trausti reifar málið á Facebook-síðu sinni og bendir á að barnið sjálft sé saklaust af öllum hugsanlegum tengingum við rasisma og samsæri og eigi annað skilið en að vera sett í þetta samhengi. Segir hann myndbirtinguna ekki samrýmast siðavenjum fjölmiðla:
„Snorri Másson velur að halda á barninu sínu á sviði landsþings Miðflokksins, líklega með tilvísun í fjölskylduáherslur og fæðingartíðni.
Vísir.is velur að birta mynd af Snorra með barnið við hlið fyrirsagnar um að hann daðri við rasisma og samsæri, vegna útskiptakenningarinnar, og neitar að breyta þrátt fyrir beiðni móður og föður.
Barnið valdi ekkert af þessu, er saklaust af öllum hugsanlegum tengingum við rasisma og samsæri, ófært um að verja hendur sínar, og ætti samkvæmt hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla ekki að vera sett í þessa stöðu og samhengi opinberrar umræðu.“