fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. nóvember 2025 14:30

Jón Trausti Reynisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar, gagnrýnir Vísi fyrir myndbirtingu af barni Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, í tengslum við umfjöllun þar sem Snorri er vændur um daður við rasíska samsæriskenningu.

Mikið hefur verið fjallað um málið í dag en meðal þeirra sem stigið hafa fram í umræðunni er eiginkona Snorra og móðir barnsins, Nadine Guðrún Yaghi:

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Jón Trausti reifar málið á Facebook-síðu sinni og bendir á að barnið sjálft sé saklaust af öllum hugsanlegum tengingum við rasisma og samsæri og eigi annað skilið en að vera sett í þetta samhengi. Segir hann myndbirtinguna ekki samrýmast siðavenjum fjölmiðla:

„Snorri Másson velur að halda á barninu sínu á sviði landsþings Miðflokksins, líklega með tilvísun í fjölskylduáherslur og fæðingartíðni.

Vísir.is velur að birta mynd af Snorra með barnið við hlið fyrirsagnar um að hann daðri við rasisma og samsæri, vegna útskiptakenningarinnar, og neitar að breyta þrátt fyrir beiðni móður og föður.

Barnið valdi ekkert af þessu, er saklaust af öllum hugsanlegum tengingum við rasisma og samsæri, ófært um að verja hendur sínar, og ætti samkvæmt hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla ekki að vera sett í þessa stöðu og samhengi opinberrar umræðu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs
Fréttir
Í gær

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorleifur Kamban er látinn

Þorleifur Kamban er látinn