fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. nóvember 2025 16:00

Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Arnþórsson  stjórnsýslufræðingur segir í pistli á Facebook að hann telji þá lausn að Sigríður Björk Guðjónsdóttir láti af embætti ríkislögreglustjóra og taki í staðinn við stöðu sérfræðings í kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu vera farsæla. Haukur sem hafði gagnrýnt stjórnsýslu Sigríðar harðlega minnir þá sem lýsa yfir óánægju með þessa niðurstöðu á að staða ríkisstarfsmanna sé sterk þegar kemur að því að viðhalda ráðningarsambandi. Hann hrósar Sigríði Björku fyrir feril hennar í lögreglunni og segir hana mann að meiri að axla ábyrgð sína með þessum hætti.

Eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur Sigríður Björk vikið úr embættinu í kjölfar harðrar gagnrýni á embættisfærslur hennar vegna hárra upphæða sem greiddar voru frá embættinu til einkarekins ráðgjafafyrirtækis, án útboðs. Haukur var meðal þeirra sem gagnrýndu þessa starfshætti Sigríðar Bjarkar og vildi meina að hún hefði gerst brotleg við ýmsar stjórnsýslureglur:

Segir Sigríði hafa brotið ýmsar reglur með viðskiptunum við Þórunni

Farsælt

Haukur segir að lausnin á stöðu Sigríðar sé farsæl, eftir atvikum réttlát og beri vott um meðalhóf og hann skýrir það nánar á eftirfarandi hátt:

„Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja: Það að segja af sér á fullgildum ráðningarsamningi felur í sér viðurkenningu um ámælisverða stjórnsýslu og jafnvel brot í starfi. Með þeirri ákvörðun varð fráfarandi ríkislögreglustjóri maður að meiri og axlaði ábyrgð sína eins og um hefur verið beðið. Lausn frá starfi er ein af þeim leiðum sem ráðuneytið og ríkislögreglustjóri höfðu til að bregðast við fréttum af misfellum í starfi hins síðarnefnda. Nú hefur það orðið niðurstaðan og munum að ráðningarfesta ríkisstarfsmanna er sterk.“

Haukur bendir á að hluti af þessari ráðningarfestu feli í sér að með starfslokasamningi hefði fráfarandi ríkislögreglustjóri átt rétt á að fá ráðningarsamning sinn, sem sé á annað hundrað milljóna króna virði, staðgreiddan:

„Fráfarandi ríkislögreglustjóri fellur frá kröfu um slíkt, enda hefði slík uppgreiðsla farið illa í almenning. Þetta er líka þakkarvert af fráfarandi ríkislögreglustjóra og ber manndómi hans gott vitni.“

Náði árangri

Haukur minnir einnig á að Sigríður Björk þyki í sínum störfum hafa sinnt málefnum er snúi að ofbeldi gegn konum mjög vel og þess vegna sé góð lausn að hún helgi sig slíkum verkefnum út ráðningartíma sinn sem ríkislögreglustjóri. Hún haldi sínum launum sem sé í takt við ráðningarfestuna og eftir bókinni.

Haukur tekur ekki undir þær gagnrýnisraddir sem halda því fram að Sigríði Björk hafi verið sparkað upp á við:

„Starf ríkislögreglustjóra er eitt ábyrgðarmesta starf innan ríkisins og því fylgja mikil mannaforráð og mikil völd. Sérfræðingsstaða í ráðuneyti er hins vegar maður á gólfi, enda þótt hann geti haft sjálfstæð verkefni. En hann lýtur nokkrum yfirboðurum í stigveldinu, hefur hlýðniskyldu og upplýsingaskyldu, er ekki með mannaforráð og er valdalítill í sjálfu sér.“

Haukur segir að þegar einhver tími verði liðinn frá þessum atburðum muni rifjast upp fyrir fólki að Sigríður Björk eigi farsælan feril að baki. Hún hafi sýnt framsýni og stutt nútímaleg vinnubrögð. Sérstaklega hafi hún stutt við konur innan lögreglunnar og stutt við konur í viðkvæmri stöðu úti í samfélaginu. Full ástæða sé til að minna á þetta og hitt að Þórðargleði eigi ekki við:

„Það getur öllum orðið á og þeir sem taka ábyrgð á gerðum sínum með fullum manndómi eru menn að meiri og eiga að njóta sannmælis í almannarýminu. Við berum öll meiri virðingu fyrir Sigríði Björk nú en áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Í gær

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“