fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Vitni lýsir blóðbaðinu í lestinni – „Þeir eru með hníf, ég var stunginn“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 09:38

Vitni að árásunum. Skjáskot Sky News.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vitni að blóðbaðinu í járnbrautarlest í Cambridge í Bretlandi í gær, þar sem tíu farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir hnífaárásir, segir að fólk hafi traðkað hvert á öðru er það reyndi að forða sér í skjól undan hnífaárásarmönnunum, og sum hafi falið sig inni á salerni.

Maður að nafni Gavin segir í viðtali við Sky News að hann hafi heyrt einhvern hrópa: „Þeir eru með hníf, ég var stunginn“.

Gavin segist hafa séð „ótrúlega blóðugt“ fólk og að lögregla hafi hrópað „Niður með ykkur, niður með ykkur!“ á meðan farþegar voru að berjast við að komast út úr lestinni.

Fréttakona Sky News á vettvangi segir aðkoman hafi verið hryllileg. Gavin segir: „Vopnuð lögregla var að benda á grunaðan þegar við fórum úr lestinni.“ – „Hann var með stóran hníf. Þeir tóku hann fastan. Ég held þeir hafi notað rafbyssu til að koma honum loksins niður.“

Tóku í neyðarhemil

Lestin var á leiðinni frá Doncaster til London. Samkvæmt frétt Sky News tóku farþegar í neyðarhemla sem leiddi til þess að lestin stöðvaði á stöðinni í Huntingdon, sem var ekki á áætlun, og þar komust vopnaðir lögreglumenn um borð.

Sem fyrr segir voru tíu flutt á sjúkrahús eftir hnífaárásirnar. Tveir eru í haldi lögreglu vegna málsins. Ekkert liggur fyrir um tilganginn að baki árásunum ennþá og nöfn handteknu mannanna hafa ekki verið gefin upp. Breska hryðjuverkalögreglan kemur að rannsókn málsins.

Sjá nánar hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið