fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Fréttir

Írskir útvegsmenn og sjómenn vilja að ESB setji viðskiptaþvinganir á Ísland – „Stofninn kominn á ystu nöf“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 9. október 2025 15:30

Makrílstofninn er verðmætur fyrir fleiri en Íslendinga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írskir útvegsmenn vilja að Evrópusambandið setji viðskiptaþvinganir á Ísland og aðrar þjóðir utan sambandsins sem hafa ofveitt makríl. Segja þeir að stofninn skipti þá miklu máli.

Írska ríkissjónvarpið RTÉ greinir frá því að írskir útvegsmenn hafi kallað eftir því að Evrópusambandið setji viðskiptaþvinganir á Ísland, Noreg, Færeyjar og Rússland vegna ofveiði á makríl.

Stofninn í hættu

Að sögn Evrópusambandsins er nánast öruggt að makrílveiðar verði stöðvaðar á næstu tveimur árum ef samkomulag náist ekki um veiðarnar. Í síðustu viku ráðlagði alþjóðlega hafrannsóknarstofnunin (ICES) Evrópusambandinu að minnka leyfilegt magn veidds makríls um 70 prósent á næsta ári.

Þetta er stór biti fyrir írskan sjávarútveg. Talið er að þetta muni kosta Íra á bilinu 60 til 80 milljónir evra. Það er á bilinu 8,5 til 11,5 milljarð króna.

Málið og ráðgjöf ICES verður rædd í næstu viku á árlegum fundi sjávarútvegsríkja í norðaustur Atlantshafi, það er Evrópusambandsins, Bretlands, Noregs, Færeyja, Íslands og Grænlands. En allt samráð við Rússa hefur verið nær ómögulegt eftir innrás þeirra inn í Úkraínu árið 2022.

Þurfi að ná samkomulagi

Einstök ríki hafa sett sér kvóta sem að sögn ICES hefur leitt til mikillar ofveiði á undanförnum árum. Það er að veiðin hafi verið að meðaltali 39 prósentum yfir ráðleggingum stofnunarinnar. Ríkin þyrftu að gera bindandi samninga um veiðina ef ekki eigi illa að fara fyrir makrílstofninum.

Þetta myndi þíða að enginn makríll yrði veiddur árið 2027. Það hefði slæmar afleiðingar fyrir alla sem starfa og byggja afkomu sína á veiðunum. Biðlað er til ríkjanna að komast að skynsamlegu samkomulagi.

Margra ára ofveiði

Írskir útvegsmenn og sjómenn segja stöðuna grafalvarlega og benda fingrum á fjórar þjóðir sem hafi stundað ofveiði undanfarin ár. Það er Íslendinga, Norðmenn, Færeyinga og Rússa. Að sögn Dominic Rihan, forstjóra sjómannasambandsins Killybegs Fishermen´s Organisation, er mikil hætta á því að þó að fiskveiðiþjóðirnar komi sér saman um magn veiða þá muni þessar þjóðir brjóta samkomulagið og skammta sjálfum sér hærri kvóta.

Sjá einnig:

Írar saka Íslendinga um rányrkju á makríl – Óttast að íslenskum skipum verði hleypt í lögsöguna

„Ef það er útlit fyrir að þessar þjóðir fylgi ekki samkomulagi þá verður Evrópusambandið að beita sér með því að segja viðskiptaþvinganir á og draga úr ívilnunum sem útgerðir utan ESB hafa fengið,“ segir Rihan.

Segir hann tap bæði írskrar útgerðar sem og annarra landa Evrópusambandsins tilkomna vegna hegðunar þessara fjögurra ríkja. Einnig þurfi Evrópusambandið að búa til björgunarpakka fyrir útgerðir svo þær fari ekki í gjaldþrot.

Vilja loka mörkuðum

Aodh O´Donnell, forstjóri sambands írskra útvegsmanna, tók í sama streng. Kallaði hann einnig eftir viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins á ríki sem stunda ofveiði.

„Án viðskiptaþvingana munu þessar þjóðir veiða stofninn til óbóta,“ sagði O´Donnell. „Eftir margra ára ofveiði Norðmanna, Íslendinga, Færeyinga og Rússa er stofninn kominn á ystu nöf.“

Vill hann að Evrópusambandið banni skipum þessara ríkja að veiða í lögsögu sambandsins og að þau fái ekki lengur aðgang að evrópskum mörkuðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði