fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
Fréttir

Spreyjað á fjórar bifreiðar og stungið á dekk

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. október 2025 06:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls voru 50 mál bókuð í kerfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun.

Í hverfi 11 var tilkynnt um eignaspjöll á fjórum bifreiðum, en þar hafði verið stungið á hjólbarða bifreiðanna og spreyjað á þær. Frekari upplýsingar um skemmdarverkin koma ekki fram í skeyti lögreglu.

Þá var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna í hverfi 200, en sá var einnig sviptur ökuréttindum. Að sögn lögreglu reyndi maðurinn að flýja undan lögreglu eftir að hafa stöðvað bifreið sína, en hafði ekki erindi sem erfiði. Honum var sleppt að lokinni sýnatöku.

Í miðborginni var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem var með blæðandi sár á höfði á bar. Í ljós kom að um óhapp var að ræða og fékk viðkomandi aðhlynningu sjúkraliðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Úkraínumaður á Íslandi sagður hafa tekið þátt í að svindla á íslenskri konu

Úkraínumaður á Íslandi sagður hafa tekið þátt í að svindla á íslenskri konu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur saknar verðmæts gítars sem stolið var af heimilinu – „Fór fram og stend þá andspænis þjófnum“

Guðmundur saknar verðmæts gítars sem stolið var af heimilinu – „Fór fram og stend þá andspænis þjófnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni og vildi banna fréttaflutning af málinu

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni og vildi banna fréttaflutning af málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin