Greint er frá andláti hans á vef mbl.is en þar kemur fram að hann hafi látist á hjartadeild Landspítalans þann 19. september síðastliðinn. Hann var 65 ára.
Jón var mörgum að góðu kunnur fyrir að syngja og spila á gítar í Austurstræti á kvöldin og um helgar. Þá er fræg sagan af því þegar hann spilaði með Bruce Springsteen á Strikinu í Kaupmannahöfn árið 1988.
Sjá einnig: Vilja að JoJo hitti Springsteen
Kallaði Jón til bandarísku stórstjörnunnar og bauð honum að spila með sér og tóku þeir saman þrjú lög. Í frétt mbl.is kemur fram að útför Jóns fari fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 23. október klukkan 15.