Í miðborginni réðst hópur manna á einn með höggum og spörkum og að því loknu hlupu þeir á brott. Árásarþoli er sagður hafa verið aumur eftir árásina en ekki slasaður.
Þá handtók lögregla mann í miðborginni vegna húsbrots og eignaspjalla og fékk sá pláss í fangaklefa lögreglu.
Í hverfi 104 var ráðist á mann með hníf og honum veittur stunguáverki. Maðurinn slasaðist ekki alvarlega eftir árásina en var engu að síður fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Gerandi flúði af vettvangi en var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangaklefa.
Í Kópavogi varð ökumaður sem reyndist undir áhrifum áfengis valdur að umferðaróhappi. Hann réðst svo á vegfaranda sem reyndi að koma í veg fyrir að ökumaðurinn færi af vettvangi. Lögregla handtók ökumanninn og vistaði í fangaklefa.