fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Fréttir

Flúði af vettvangi eftir hnífstungu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. október 2025 06:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir eru vistaðir í fangaklefum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina, en alls voru 67 mál skráð hjá lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til fimm í morgun.

Í miðborginni réðst hópur manna á einn með höggum og spörkum og að því loknu hlupu þeir á brott. Árásarþoli er sagður hafa verið aumur eftir árásina en ekki slasaður.

Þá handtók lögregla mann í miðborginni vegna húsbrots og eignaspjalla og fékk sá pláss í fangaklefa lögreglu.

Í hverfi 104 var ráðist á mann með hníf og honum veittur stunguáverki. Maðurinn slasaðist ekki alvarlega eftir árásina en var engu að síður fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Gerandi flúði af vettvangi en var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangaklefa.

Í Kópavogi varð ökumaður sem reyndist undir áhrifum áfengis valdur að umferðaróhappi. Hann réðst svo á vegfaranda sem reyndi að koma í veg fyrir að ökumaðurinn færi af vettvangi. Lögregla handtók ökumanninn og vistaði í fangaklefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níðingurinn á Múlaborg grunaður um að hafa brotið á tíu börnum

Níðingurinn á Múlaborg grunaður um að hafa brotið á tíu börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta vitum við um hryðjuverkamanninn í Manchester

Þetta vitum við um hryðjuverkamanninn í Manchester
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strandaglópar á Íslandi sáu miðaverðið þrefaldast á sólarhring – „Enginn hafði samband við okkur, hvorki í síma né í gegnum tölvupóst“

Strandaglópar á Íslandi sáu miðaverðið þrefaldast á sólarhring – „Enginn hafði samband við okkur, hvorki í síma né í gegnum tölvupóst“