fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Fréttir

Bjóst alls ekki við að lenda í þessu á Íslandi: „Þetta er búið að eyðileggja ferðina fyrir mér”

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. október 2025 07:00

Akureyri. Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Af öllum stöðum í heiminum þá lendi ég í því að verða bitinn af veggjalús á Íslandi,“ segir ósáttur ferðamaður í Reddit-hópnum Visiting Iceland.

„Ég bjóst alls ekki við þessu,“ segir viðkomandi sem af innlegginu að dæma var staddur á Akureyri þegar hann lenti í þessu leiðinlega atviki. Óvíst er þó hvort hann hafi dvalið á hóteli eða í heimagistingu eins og Airbnb.

„Sá sem seldi mér gistinguna samþykkti að veita mér endurgreiðslu en mér finnst það bara ekki vera nóg. Það eru liðnir sex dagar síðan þetta gerðist og ég er enn með útbrot og kláða út um allan líkamann,“ segir ferðamaðurinn sem segist hafa upplifað sársauka og svefnlausar nætur eftir þetta.

„Svo ekki sé minnst á það að þetta er búið að eyðileggja ferðina fyrir mér.“

Viðkomandi leitar ráða hjá fólki og tekur fram að hann hafi bæði myndir og myndbönd sem sýna veggjalúsina á dvalarstaðnum. „Hver ættu mín næstu skref að vera? Get ég beðið um bætur fyrir óþægindin sem þetta hefur valdið mér?“

Margir leggja orð í belg við færsluna og segir einn að það sé kannski ekkert svo óvænt að vera bitinn af veggjalús á Íslandi.

„Það er haugur af ferðamönnum á Íslandi sem koma frá öllum heimshornum og óhjákvæmilega geta einhverjir þeirra borið með sér veggjalús. Það er gott að þú fékkst endurgreitt en ég veit ekki hvaða bætur þú getur farið fram á. En passaðu bara vel að þvo fötin þín og skoða farangurinn þinn vel svo þessi ófögnuður fylgi þér ekki eitthvað annað,“ segir í færslu viðkomandi.

Annar tekur undir þessi orð og segir að túrisma fylgi veggjalýs, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Á Íslandi gisti fólk að jafnaði ekki fleiri en 1-2 nætur á sama staðnum og tölfræðilega séu því ágætis líkur á að þær finnist hér á landi, að minnsta kosti miðað við dvalarstaði í sólarlöndum þar sem fólk gistir á sama hótelinu í 1-2 vikur í senn.

„Ég myndi búast við endurgreiðslu en ég myndi ekki búast við að fá neitt meira. Þetta bítur, bókstaflega en ég mæli með að þú kynnir þér hvernig þú getur athugað hvort veggjalýs séu í herberginu áður en þú leggst til svefns.“

Á Vísindavefnum má finna allskonar fróðleik um veggjalýs en þar kemur fram að hún sé talin upprunnin í Asíu og hafi fylgt manninum frá örófi alda. Hún hefur fundist í byggð hér á landi í öllum landshlutum.

„Hér á landi lifir veggjalús eingöngu í upphituðu þurru húsnæði. Hún nærist alfarið á blóði sem hún sýgur úr fórnarlömbum sínum sem oftar en ekki eru mannfólkið. Þegar hungur sverfur að skríða lýsnar fram úr fylgsnum sínum sem oftast eru í námunda við svefnstaði, í sprungum og glufum í tréverki, niður með rúmdýnum, í fellingum með saumum, undir gólflistum, í rafmagnsdósum, á bak við myndir og annað sem hangir á veggjum, laust veggfóður eða glufóttan panel; í stuttu máli hvarvetna þar sem felustaði er að finna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níðingurinn á Múlaborg grunaður um að hafa brotið á tíu börnum

Níðingurinn á Múlaborg grunaður um að hafa brotið á tíu börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta vitum við um hryðjuverkamanninn í Manchester

Þetta vitum við um hryðjuverkamanninn í Manchester
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strandaglópar á Íslandi sáu miðaverðið þrefaldast á sólarhring – „Enginn hafði samband við okkur, hvorki í síma né í gegnum tölvupóst“

Strandaglópar á Íslandi sáu miðaverðið þrefaldast á sólarhring – „Enginn hafði samband við okkur, hvorki í síma né í gegnum tölvupóst“